Páll Árni Jónsson, tæknifræðingur

Framboð til formanns Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.

Pall-Arni-Jonsson_1553119958615

Nafn: Páll Árni Jónsson.
Fæðingardagur: 5. október 1950.
Starf: Stjórnarformaður.
Menntun: Símvirkjun (nú rafeindavirkjun) hjá Símanum, iðnfræði frá Tækniskóla Íslands 1975, B.Sc. próf í tæknifræði frá Odensen Teknikum 1978.



Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Ég var í stjórn Kjarafélags Tæknifræðinga frá 1980 – 84, í stjórn Tæknifræðingafélags Íslands á árunum 1993 – 97, þar af formaður tvö síðustu árin. Var í Menntunarnefnd TFÍ. Þá má nefna að ég var í Launmálaráði BHM á árunum 1981 - 1984. Í dag er ég í Merkisnefnd VFÍ.

Formaður Veiðifélags Laxár á Ásum frá árinu 2005 til dagsins í dag. Þá hef ég komið að ýmsum félögum í sambandi við verndun íslenska laxastofnsins.

Mestan hluta starfsævinnar hef ég unnið við fjarskipti. Vann sem tæknifræðingurá Símanum, Sjónvarpinu og IBM á Íslandi. Var framkvæmdastjóri Mílu á árunum 2006 - 2014. Frá árinu 1996 hef ég verið stjórnarformaður Glófaxa og eftir starfslok hjá Mílu hef ég einnig komið að daglegum rekstri fyrirtækisins.

Helstu áherslur vegna framboðs

  • Að vinna að eðlilegu rekstrarumhverfi fyrirtækja.
  • Að tryggja að m.a. að eftirlitsstofnanir taki mið af séríslensku aðstæðum. Svo sem útfrá veðurfari eða smæð samfélagsins.
  • Að upplýsa almenning um mikilvægi tæknifyrirtækja. 

Netfang: pallajonsson@gmail.com