Svana Helen Björnsdóttir, rafmagnsverkfræðingur

Framboð til formanns Verkfræðingafélags Íslands.

Svana_helen_bjornsdottir01

Nafn: Svana Helen Björnsdóttir.
Fæðingardagur: 20. desember 1960.
Vinnustaður: Stiki ehf.
Starf: Framkvæmdastjóri.
Menntun: Dipl.-Ing./M.Sc. í raforkuverkfræði og doktorsnemi í kerfisverkfræði við Háskólann í Reykjavík.


Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Félagi í VFÍ frá 1987, í aðalstjórn 1992-94, kynningarnefnd, afmælisnefnd, stjórn SVFÍ, merkisnefnd og fleiri starfsnefndum VFÍ gegnum árin.

Hef setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana og hef víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis. Hef meðal annars verið formaður Samtaka iðnaðarins, stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins, í framkvæmdastjórn SA, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, í háskólaráði HR, stjórn Persónuverndar og í stjórn Haga.

Er nú stjórnarformaður Men&Mice, í stjórn Landsnets, stjórn Vinnudeilusjóðs SA, stjórn SL lífeyrissjóðs og í stjórn Stika.

Ýmis sjálfboðaliðastörf fyrir þjóðkirkjuna og KFUM&K frá unga aldri, í sóknarnefnd Seltjarnarneskirkju, kirkjuþingsmaður og kirkjuráðsmaður.

Helstu áherslur vegna framboðs

Frá stofnun VFÍ árið 1912 hefur félagið notið álits og virðingar. VFÍ stendur vörð um og styrkir stöðu verkfræðinga og tæknifræðinga.

Áherslur mínar eru á menntun, nýsköpun og kjaramál. Stjórn Kjaradeildar VFÍ fer með yfirstjórn kjaramála og sem formaður VFÍ mun ég standa þétt við hlið hennar við að gæta hagsmuna félagsmanna. Ég vil þræða fagleg sjónarmið tæknifræði og verkfræði inn í alla mikilvæga ákvarðanatöku í íslensku samfélagi. Lífskjör komandi kynslóða markast af því hvernig okkur gengur að byggja upp atvinnulíf á grunni hugvits og þekkingar meðal annars í umhverfis-, heilbrigðis- og menntamálum. Nánar tiltekið vil ég:

  • Að menntun og reynsla tækni- og verkfræðinga sé metin að verðleikum og endurspeglist í kjörum þeirra.
  • Að fleiri félagsmenn komi að starfi VFÍ.
  • Víðtækt samráð og samstarf við stjórnvöld og aðila á vinnumarkaði.
  • Nýsköpun sem byggir á grunni vísinda og tækni, leidda af verkfræðingum og tæknifræðingum.
  • Verðmætasköpun sem byggð er á hugviti, verkviti og siðviti.
  • Að VFÍ geti áfram vaxið og dafnað og haft áhrif til góðs á íslenskt samfélag.

Netfang: svana@stiki.eu