Þorvaldur Tolli Ásgeirsson, olíuverkfræðingur.

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Thorvaldur-Tolli

Nafn: Þorvaldur Tolli Ásgeirsson.
Fæðingardagur: 30. nóvember 1971.
Vinnustaður: Hamar ehf.
Starf: Þjónustustjóri.
Menntun: B.Sc. próf í Orku- og umhverfistæknifræði HÍ, M.Sc. í olíuverkfræði (Petroleum Engineering) frá DTU í Kaupmannahöfn.


Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Ég hef setið í stjórnum stéttarfélaga og stjórnmálafélaga í allnokkur ár. í tvö ár sat ég í stjórn sjómannafélagsins Jötuns í vestmannaeyjum og hafði fyrir það setið í trúnaðarráði í nokkur ár. Ég hef einnig setið í stjórnum sjálfstæðisfélaga í Reykjavík. Seinustu tvö ár hef ég setið í aðalstjórn Verkfræðingafélags Íslands, fyrst sem varameðstjórnandi en hef setið sem meðstjórnandi síðastliðið ár.

Ég var sjómaður í 18 ár og var háseti allan þann tíma. Ég vann ýmis verkamannastörf þar til ég hóf nám eftir að sjómennsku lauk vegna vinnuslyss. Meðfram námi vann ég sem aðstoðarkennari í stærðfræði við Háskólabrú Keilis, og eitt sumar vann ég með námi hjá verkfræðistofunni Mannvit á orkusviði. Ég hef síðastliðin þrjú ár starfað sem þjónustustjóri hjá Hamar ehf, ásamt því að taka að mér sérverkefni við gæðastjórn.

Helstu áherslur vegna framboðs

Sá tími sem ég hef setið í stjórn VFÍ hefur einkennst af málum sem snúa að sameiningu Tæknifræðingafélags Íslands og Verkfræðingafélags Íslands undir nafni þess síðarnefnda. Mikill tími hefur farið í stefnumótun og upplýsta umræðu um ábyrgð og skyldur stjórnar. Fyrir mig hefur það tekið síðustu tvö ár að kynnast verkferlum VFÍ, sem og hefðum við stjórn félagsins sem litast af því að þar koma nú saman tvö félög. Það sem ég vill leggja af mörkum í vinnu stjórnar er áframhaldandi vinna við stefnumótun og eflingu þjónustu félagsins við félagsmenn.

Verkfræðingafélagið er tvennskonar félag, hefðbundið stéttarfélag og fagfélag. Það sem ég vil vinna að í sambandi við stéttarfélags hlutann er þjónusta við félagsmenn með notkun á rafrænum leiðum til samskipta. Mikil vinna hefur farið í það mál hjá starfsfólki félagsins og sú vinna mun halda áfram. Þetta er leið til þess að einfalda félagsmönnum að leita eftir því hvaða réttindi þeir hafa unnið sér inn, en með þessu er einnig létt undir með starfsfólki skrifstofu VFÍ.

Mikilvægt er að sá hluti félagsins sem snýr að fagi verkfræðinga og tæknifræðinga, á hvaða sviði sem er, verði ekki vanræktur. Þar tala ég um birtingu ritrýndra greina, aðkomu að lagasetningum og kynningu til almennings um verkfræði og tæknifræði. Inní það kemur svo einnig samstarf við skóla, bæði stofnanir sem útskrifa verkfræðinga og tæknifræðinga en einnig þær stofnanir sem undirbúa nemendur fyrir slíkt nám. Þar má telja iðnskóla og framhaldsskóla.

Það mætti draga það saman að mínar áherslur sem stjórnarmaður í VFÍ væru að leggjast á þær árar sem stefna okkur í átt til þjónustu, áhrifa og kynningar. VFÍ verður alltaf eins og önnur félög einungis sjáanleg útkoma þeirra sem að félaginu koma, félagsmenn, stjórnir og starfsmenn. Ég vill leggja mitt af mörkum svo að sú útkoma verði sem allra best fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga, bæði þá sem nú starfa og þá sem á eftir koma.

Netfang: tolli@hamar.is