Þröstur Guðmundsson, vélaverkfræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Nafn: Þröstur Guðmundsson.
Fæðingardagur: 23. febrúar 1965.
Vinnustaður: Betri samgöngur ohf. ( www.betrisamgongur.is )
Starf: Forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum ohf.
Menntun: Vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1989, M.Sc. í vélaverkfræði frá University of Colorado at Boulder 1992, Ph.D. í efnisverkfræði frá University of Nottingham í Englandi 1996 og ML í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2018.



Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Ég hef verið varamaður í stjórn VFÍ síðustu tvö ár og hef meðal annar verið skipaður af stjórn VFÍ í slitanefnd Verkfræðingahúss ses.

Ég starfa sem forstöðumaður verkefna og áætlana hjá Betri samgöngum ohf. sem heldur utanum Samgöngusáttmála Ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Borgarlínu og stofnvegi. Auk þess rek ég mitt eigið ráðgjafafyrirtæki á sviði verkefnisstjórnar, verkefnastjórnsýslu, ferlagreininga, sáttamiðlunar, gerð útboðsgagna, samningagerð, námskeiðahalds og kennslu á háskólastigi. Ég var í framkvæmdastjórn HRV Engineering 2007 – 2016 og sinnti verkefnisstjórnun í áliðnaði á Íslandi, í Noregi og í Katar. Ég starfaði hjá VST/Verkís frá 2000 – 2011 og var hluthafi í fyrirtækjunum 2003 – 2011. Ég var IPMA B vottaður verkefnisstjóri 2003 – 2021 og er sérfræðingur í gerðardómum og sáttamiðlun og er aðjunkt við Háskólann í Reykjavík. 

Helstu áherslur vegna framboðs

Ég tel fjölþætta þekkingu og reynslu mína á sviði verkefnisstjórnunar, uppbyggingar í íslenskum iðnaði, kennslu, stjórnunarstarfa á verkfræðistofu, rekstur eigin ráðgjafaþjónustu og lögfræði vera þætti sem hafa nýst vel í stjórn Verkfræðingafélagsins síðustu tvö ár og vil taka þátt í áframhaldandi þróun og uppbyggingu félagsins. Ég vil stuðla að fjölbreyttu starfi innan félagsins og aukinni þekkingu samfélagsins á fjölbreyttum viðfangsefnum verkfræðinga. Ég tel að Verkfræðingafélagið hafi hlutverk í að bæta þekkingu á faglegri verkefnisstjórnsýslu, undirbúningi verkefna og möguleikum við úrlausn ágreinings í verkfræðitengdum viðskiptasamböndum. Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum og að bæta ásýnd verkfræðinnar meðal almennings þegar kemur að umfjöllun um verkefnisstjórnun og undirbúning opinberra verkefna.

Netfang: throstur@galghamar.is