Þröstur Guðmundsson, vélaverkfræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Nafn: Þröstur Guðmundsson.
Fæðingardagur: 23. febrúar 1965.
Vinnustaður: Gálghamar ehf. (www.galghamar.is)
Starf: Sjálfstætt starfandi ráðgjafi.
Menntun: Vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands 1989, M.Sc. í vélaverkfræði frá University of Colorado at Boulder 1992, Ph.D. í efnisverkfræði frá University of Nottingham í Englandi 1996 og ML í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2018.Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Reynsla í félagsmálum í stjórn nemendafélaga á námsárum og úr foreldrastarfi í Breiðagerðisskóla og íþróttafélaginu Víkingi.

Eftir útskrift frá HÍ starfaði ég eitt ár hjá Almennu Verkfræðistofunni og að loknu doktorsnámi vann ég við rannsóknir og ráðgjöf í áliðnaði hjá Alusuisse Technology Center í Sviss um þriggja ára skeið. Ég starfaði hjá VST/Verkís 2000 – 2011 (hluthafi 2003 – 2011), þar af hjá dótturfélaginu HRV 2004 – 2011 en þá færði ég mig alfarið til HRV og var þar árin 2012 – 2016. Ég var í framkvæmdastjórn HRV 2007 – 2016 en gengdi auk þess veigamiklum stöðum verkefnisstjóra í uppbyggingu íslensks og norsks áliðnaðar. Árið 2016 stofnaði ég Gálghamar ehf. þar sem ég hef starfað síðan sem ráðgjafi í verkefnisstjórnsýslu, undirbúningi stórra framkvæmdaverkefna, ferlagreiningum, samningagerð, sáttamiðlun og lögfræðitengdum viðfangsefnum verkfræðinnar. Ég er vottaður verkefnisstjóri (IPMA B vottun 2003), viðurkenndur sáttamiðlari (félagi í Sátt, félagi sáttamiðlara) og sérfræðingur í gerðardómum. Ég er aðjunkt við verkfræðideild HR og hef sinnt stundakennlsu á háskólastigi síðustu 14 ár, sérstaklega á sviði verkefnisstjórsýslu og undirbúningi og rekstri verkefna. Auk Íslands hef ég búið í USA, Englandi, Sviss og Noregi og ég tala ensku, norsku, dönsku, frönsku og þýsku.

Helstu áherslur vegna framboðs

Ég tel fjölþætta þekkingu og reynslu mína á sviði verkefnisstjórnunar, uppbyggingar í íslenskum iðnaði, kennslu, stjórnunarstarfa á verkfræðistofu, rekstur eigin ráðgjafaþjónustu og lögfræði vera þætti sem geta nýst Verkfræðingafélaginu í áframhaldandi þróun og uppbyggingu. Ég vil stuðla að fjölbreyttu starfi innan félagsins og aukinni þekkingu samfélagsins á fjölbreyttum viðfangsefnum verkfræðinga. Ég tel að Verkfræðingafélagið hafi hlutverk í að bæta þekkingu á faglegri verkefnisstjórnsýslu og undirbúningi verkefna. Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar í þeim efnum og að bæta ásýnd verkfræðinnar meðal almennings þegar kemur að umfjöllun um verkefnisstjórnun og undirbúning opinberra verkefna.

Netfang: throstur@galghamar.is