• IMG_1315_pm_2

Traustur fjárhagur og óbreytt, fast félagsgjald síðan 2019.

Tilkynnt var um kjör nýrrar stjórnar á aðalfundinum.
Helgi Gunnarsson er nýr formaður VFÍ

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands 2025 var haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf, farið yfir skýrslu stjórnar og reikningsskil. Jafnframt var tilkynnt um kjör í stjórnir og eru upplýsingar hér neðar. Tillaga stjórnar um að fella niður sex ára hámarkssetu í stjórnum VFÍ var naumlega felld en 2/3 hluta atkvæða þurfti til að breytingin næði fram að ganga.

Ársskýrsla VFÍ 2024-2025.

Traustur fjárhagur - félagsgjald ekki hækkað síðan 2019

Fjárhagsleg staða VFÍ og sjóða í vörslu þess mjög traust. Samþykkt var tillaga um óbreytt félagsgjald, sem hefur verið hið sama frá árinu 2019. (3.750.- kr. á mánuði).

Félagsgjöld í VFÍ eru lág miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Félagsgjaldið er föst upphæð, 3.750.- krónur á mánuði en ekki prósenta af heildarlaunum eins og er meginreglan á íslenskum vinnumarkaði.

Niðurstaða stjórnarkjörs

Kosningar til stjórna Verkfræðingafélags Íslands 2025.
Sjálfkjörið var í aðalstjórn VFÍ, stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ og stjórn Kjaradeildar VFÍ.

Aðalstjórn VFÍ.
Formaður: Helgi Gunnarsson. - Frétt um nýjan formann VFÍ.
Meðstjórnandi: Gunnar Sigvaldason.
Varameðstjórnandi: Birkir Karl Sigurðsson.
Meðstjórnendur: Sveinn I. Ólafsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.
Bjarki Ómarsson formaður Kjaradeildar VFÍ.

Kjaradeild VFÍ.
Formaður: Bjarki Ómarsson.
Meðstjórnendur: Eyþór H. Úlfarsson.
Una G. Gautadóttir.
Varameðstjórnandi: Ásbjörn Ólafsson.

Deild sjálfstætt starfandi og stjórnenda í VFÍ.
Formaður: Sveinn I. Ólafsson.
Meðstjórnandi: Stefán Veturliðason.
Varameðstjórnandi: Jón Guðmundsson.

Stjórnir Verkfræðingafélags Íslands.

Á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Sigvaldason fráfarandi formaður Kjaradeildar, Svana Helen Björnsdóttir fráfarandi formaður VFÍ, Helgi Gunnarsson nýr formaður og Páll Á. Jónsson fráfarandi formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.