Á Hilton Reykjavík Nordica

Dagur verkfræðinnar verður á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 17. nóvember. Fyrirlestrar verða í þremur opnum fundasölum og ráðherra mun afhenda Teninginn, viðurkenningu VFÍ fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. 

Streymt er beint úr öllum fundasölum.

Dagur verkfræðinnar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 17. nóvember 2023.

Dagskráin á Degi verkfræðinnar 2023.

Teningurinn, viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir árið 2022 verður afhentur. 

Kynnt verður ný heimildamynd: Trúin á tæknina um sögu verkfræði á Íslandi - nútíð og framtíð.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina og tæknifræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

SKRÁNING

Hér má nálgast streymið.