Ertu með hugmynd? - Hafðu samband.

Dagur verkfræðinnar verður haldinn á Reykjavík Hilton Nordica föstudaginn 17. nóvember. Þá verður Teningurinn afhentur og er enn tekið á móti tilnefningum. 

Dagur verkfræðinnar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 17. nóvember 2023.

Þau sem óska eftir að vera með fyrirlestur á Degi verkfræðinnar eða koma á framfæri ábendingum um þennan stærsta viðburð í starfsemi VFÍ eru beðin um að senda tölvupóst eða setja inn skilaboð á Facebooksíðu VFÍ.

Teningurinn, viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir árið 2022 verður afhentur. Félagsmenn eru hvattir til að skila inn tilnefningum. 

Á Degi verkfræðinnar er sem fyrr stefnt að fjölbreyttri og spennandi dagskrá og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina og tæknifræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Ábendingar og tillögur vegna Dags verkfræðinnar 2023 eða Teningsins má senda með tölvupósti: sigrun@verktaekni.is