Verkfræðingafélag Íslands fagnaði 110 ára afmælinu með IMaR ráðstefnunni 20. október og Degi verkfræðinnar 21. október þar sem Teningurinn var afhentur. 

Dagur verkfræðinnar var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 21. október. Heiðursgestir voru Vigdís Finnbogadóttir og forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sem afhenti Teninginn. Eins og áður var þessi stærsti viðburður í starfsemi VFÍ mjög vel sóttur. 

Carbon Recycling International - CRI hf. hlaut Teninginn, viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd, þegar hann var afhentur á Degi verkfræðinnar sem var á Hilton Reykjavík Nordica 21. október. CRI hlaut Teninginn fyrir þróun ETL tækninnar og verkfræðilega hönnun verksmiðju í Anyang borg í Henan héraði í Kína.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Upptökur frá Degi verkfræðinnar má finna í Sjónvarpi VFÍ. (Hlekkur á forsíðu, blá stika fyrir miðju).

IMaR 2022

IMaRInnovation, Megarprojects and Risk (IMaR) er alþjóðleg ráðstefna á vegum Háskólans í Reykjavík og Verkfræðingafélags Íslands. IMaR var haldin í tengslum við Dag verkfræðinnar og stefnt er að því að hún verði að árlegum viðburði. 

Á IMaR flytja erindi leiðandi fræðimenn á sviði verkfræði, nýsköpunar, fjármála, risaverkefna, áhættu o.fl. Viðfangsefnin varða margt af því mikilvægasta sem samfélagið okkar glímir við.

https://www.imar.is/