Samninganefnd VFÍ ræðir stöðu kjarasamninga við FRV.

Staða kjaraviðræðna við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV).

Í fyrstu viku desembermánaðar verða fundir á verkfræðistofum vegna stöðu kjaraviðræðna við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV). 

Staður og stund

Lota 2. desember kl. 16:00.
Efla 3. desember kl. 14:00.
Verkís 4. desember kl. 11:00.
COWI 4. desember kl. 15:30.
VSÓ (auglýst síðar).

Fyrir tveimur mánuðum var haldinn félagsfundur fyrir starfsmenn á verkfræðistofum í Verkfræðingahúsi og í streymi. Lítið hefur miðað í samkomulagsátt og því vill samninganefnd VFÍ eiga fund með verkfræðingum og tæknifræðingum á verkfræðistofunum og fara yfir stöðu mála og næstu skref.

Upplýsingar vegna FRV

Í júní var tölvupóstur sendur til félagsmanna sem heyra undir FRV samninginn með upplýsingum um stöðu mála í viðræðunum. Þar kom meðal annars fram að samninganefnd FRV/SA ákvað að beina þeim tilmælum til aðildarfyrirtækja FRV að hrinda í framkvæmd þeim almennu launabreytingum sem samið hefur verið um á vinnumarkaði, þ.e. 3,25% og að lágmarki kr. 23.750 frá og með 1. apríl 2024. - Verkfræðistofurnar urðu við þessum tilmælum.