• likamsræktarlóð

Miðað er við áunnin réttindi hvers sjóðfélaga til heilsustyrks.

Til að nýta heimild til skattaafsláttar þarf að sækja um fyrir 1. desember.

Athugið að sækja tímanlega um styrki til líkamsræktar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. desember ef nýta á rétt til skattleysis á árinu. Sjóðurinn fullnýtir heimildir ríkisskattstjóra til skattleysis slíkra styrkja sem er að hámarki 65 þúsund krónur á árinu 2022 miðað við áunnin réttindi hvers sjóðfélaga til heilsustyrks.

Almennt gildir að forsenda endurgreiðslu er framvísun fullgildra greiðslukvittana vegna útlagðs kostnaðar. Kvittunin þarf að vera útgefin af söluaðila. Þar þarf að koma fram nafn og kennitala bæði sjóðfélaga og seljanda. Einnig þarf að koma fram hvað er verið að greiða fyrir.

Við hvetjum sjóðfélaga í Sjúkrasjóði VFÍ (almennur markaður) og Styrktarsjóði VFÍ (opinber markaður) að kynna sér starfsreglur sjóðsins.

Sótt er um rafrænt á vef VFÍ í gegnum "Mínar síður". Þar er einnig hægt að sjá stöðu réttinda.