Nú er lokaátak í að ná inn svörum í þjónustukönnun sem Maskína gerir fyrir VFÍ.

Nú er lokaátak í að ná inn svörum vegna þjónustukönnunar sem fyrirtækið Maskína gerir fyrir Verkfræðingafélag Íslands. Félagsmenn mega búast við áminningum í bæði tölvupósti og í SMS.

Könnunin er mjög stutt, það tekur einungis örfáar mínútur að svara. Það skiptir miklu máli að sem flestir svari og því hvetjum við félagsmenn eindregið til að taka þátt og svara sem fyrst.

Sem fyrr segir sér rannsóknarfyrirtækið Maskína um framkvæmd könnunarinnar fyrir hönd Verkfræðingafélags Íslands. Farið er með öll svör sem trúnaðarmál og þess gætt að þau séu ekki rekjanleg til einstaklinga.