Launakjör og virði tæknimenntunar eru lykilstefin.

Greinaskrif og viðtöl styrkja stöðuna í kjaraviðræðum.

Greinaskrif og viðtöl í hinum ýmsu fjölmiðlum styrkja stöðuna við gerð kjarasamninga en þar hefur verið á brattann að sækja eins og félagsmönnum ætti að vera kunnugt. Rétt er að minna á að upplýsingar um stöðu mála eru uppfærðar reglulega í frétt á vef VFÍ. 

Það helsta

Hér fyrir neðan höfum við tekið saman það helsta sem hefur birst af vettvangi VFÍ í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Allar greinar og viðtöl birtast á vef VFÍ og facebook síðu félagsins.  

Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ mætti á í þáttinn Synir Egils á Samstöðinni og ræddi kjaramálin og virði háskólamenntunar ásamt Kolbrúnu Halldórsdóttur formanni BHM og Steinunni Þórðardóttur formanni Læknafélagsins. (1. september 2024).

Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ mætti í Sprengisand á Bylgjunni og ræddi stöðuna í menntakerfinu.
(1. september 2024).

Á Vísi birtist grein um stöðu menntakerfisins eftir Svönu Helen Björnsdóttur, formann VFÍ. Yfirskriftin er: „Staða menntakerfisins og rétturinn til að fullnýta hæfileika sína." (30. ágúst 2024).

Hvers virði er tæknimenntun? Er yfirskrift greinar sem birtist í Morgunblaðinu eftir Svönu Helen Björnsdóttur, formann VFÍ. (22. ágúst 2024).

Viðtal við Árna B. Björnsson framkvæmdastjóra VFÍ í hádegisfréttum RUV . (Fyrsta frétt). (15. ágúst 2024).

Viðtal við Gunnar Sigvaldason, formann Kjaradeildar VFÍ í hádegisfréttum Bylgjunnar. (Fyrsta frétt). (15. ágúst 2024).

Frétt á Vísi í framhaldi af grein Árna B. Björnssonar framkvæmdastjóra VFÍ og Gunnars Sigvaldasonar, formanns Kjaradeildar VFÍ. (15. ágúst 2024).

„Óheillaþróun á íslenskum vinnumarkaði" grein sem birtist á Vísi eftir Gunnar Sigvaldason, formann Kjaradeildar VFÍ og Árna B. Björnsson framkvæmdastjóra félagsins. (15. ágúst 2024)

Bjarki Ómarsson sem situr í stjórn Kjaradeildar VFÍ skrifaði grein á Vísi sem bar yfirskriftina: „Hin hljóða millistétt" (13. júní 2024).