Samstarf norræna félaga verkfræðinga og tæknifræðinga.
ANE - Association of Nordic Engineers
Verkfræðingafélag Íslands varð aðili að ANE í upphafi árs 2018. ANE er samstarfsvettvangur félaga verkfræðinga og tæknifræðinga í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og öðru af tveimur félögum í Noregi. Hlutverk ANE er að gæta hagsmuna norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga bæði innan Norðurlandanna og í alþjóðlegu tilliti. Í dag eru um 500 þúsund félagsmenn í aðildarfélögum ANE.
ANE hefur unnið að ýmsum verkefnum má meðal annars nefna könnun á hæfniþróun og aðgerðaáætlun um siðferði og gervigreind. Verkefni ANE af þessu tagi eru
unnin sameiginlega af starfsmönnum norrænu félaganna. Báðar þessar skýrslur má nálgast á vef VFÍ.
Á vef ANE, www.nordicengineers.org eru greinargóðar upplýsingar um starfsemina.
Nording
Nording var ekki með formlega starfsemi heldur umræðuvettvangur forsvarsmanna norrænna félaga verkfræðinga og tæknifræðinga. Einnig hafði félagið í Eistlandi fulla aðild að Nording. Haustið 2025 var ákveðið að leggja Nording niður. VFÍ talaði fyrir því á vettvangi ANE og NORDING sameina kraftana undir merkjum ANE, það er nú orðið að veruleika.
Samvinna á sviði kjaramála
Kjaramál eru fastur liður á dagskrá ANE. Einnig er einu sinni á ári haldinn norrænn launafundur, NIL (Nordisk Ingeniör lönmöde). Það er vettvangur til að fara yfir launaþróun og miðla upplýsingum er varða kjaralega hagsmuni stéttarinnar.