Aðalfundur Austurlandsdeildar VFÍ
Kynning á starfsemi MS - Aðalfundur á Berjaya hóteli.
Boðað er til aðalfundar AVFÍ, sem haldinn verður fimmtudaginn 3. apríl á Egilsstöðum.
Dagskrá:
16:40 – Kynning á MS
Kynningin fer fram í MS á Egilsstöðum, þar sem við fáum innsýn í nýjustu verkefni og starfsemi fyrirtækisins. Ingvar Friðriksson, framleiðslustjóri MS og Zophonías Jónsson, Efla.
17:30 – Aðalfundur á Berjaya Hótel, kjallari
- Fundarsetning formanns
- Kosning fundarstjóra og ritara
- Skýrsla formanns – yfirlit yfir starf félagsins á liðnu starfsári
- Kjör stjórnar – kosning tveggja stjórnarmanna eða varamanna.
- Önnur mál
- Fundarslit
18:30 – Kvöldverður á Berjaya Hotel
Að fundi loknum verður boðið upp á kvöldverð, drykki og notalega stemningu.
Með kærri kveðju,
stjórn AVFÍ.