Aðalfundur Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ

Félagsmenn hvattir til að gefa kost á sér í stjórn RVFÍ.

  • 10.6.2021, 17:00, Engjateigur 9
  • blatt_abstrakt

Aðalfundur RVFÍ 2021 með „hefðbundnu borðhaldi”!!

Skráning eigi síðar en á hádegi miðvikudaginn 9. júní.

Athugið, hefðbundið borðhald verður eins og tíðkaðist áður fyrr: síld og með því auk
hefðbundinna gerjaðra drykkjarfanga. Gæti orðið fjörugt!

Fyrirlestur: Vegferðin að stafrænu flutningskerfi raforku.
Fyrirlesari: Birkir Heimisson, sérfræðingur í stafrænni þróun raforkuflutnings hjá Landsneti.

Aðalfundur Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) verður haldinn
fimmtudaginn 10. júni kl.17:00 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna
stjórnarkjörs, væri gott að berist stjórn Rafmagnsverkfræðingadeildar fyrir 10. júni.

Samkvæmt lögum RVFÍ fer kosning til stjórnar leynilega fram á aðalfundi. Stjórn skal skipuð
fjórum mönnum til eins árs í senn. Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til stjórnar.
Áhugasamir sendi tölvupóst til RVFI. Skráning á fundinn er á sama netfang: rvfi.iceland@gmail.com

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar 2016/2021.
2. Ársreikningur.
3. Kosning nýrrar stjórnar fyrir starfsár 2021/2022.
4. Skýrsla Orðanefndar RVFÍ.
5. Breyting á lögum RVFÍ í jósi breyttrar stöðu félagsins.
6. Fyrirlestur Birkis.
7. Fyrirspurnir og umræður.
8. Hefðbundið borðhald hefst.

Lagabreytingar

Stjórn RVFÍ leggur til eftirfarandi lagabreytingar:

4.gr. félagslaganna hljóðar svo:
„Félagar í RVFÍ geta orðið allir rafmagnsverkfræðingar, sem eru félagar í VFÍ, svo og eðlisfræðingar í VFÍ, sem RVFÍ mælir með.“

Lagt er til að 4. grein verði þannig:
„Félagar í RVFÍ geta orðið allir rafmagnsverkfræðingar og rafmagnstæknifræðingar, sem eru félagar í VFÍ, svo og eðlisfræðingar í VFÍ, sem RVFÍ mælir með.“

Þ.e.a.s. að orðunum „og rafmagnstæknifræðingar“ verði bætt við.

9. gr. félagslaganna hljóðar svo:
„Stjórn félagsins er skipuð 4 mönnum, formanni, ritara gjaldkera og stallara og skal kosin á aðalfundi með leynilegum kosningum til eins árs í senn."

Lagt er til að í stað gjaldkera komi meðstjórnandi og greinin verði þannig:
„Stjórn félagsins er skipuð 4 mönnum, formanni, ritara, meðstjórnanda og stallara og skal kosin á aðalfundi með leynilegum kosningum til eins árs í senn."

11. gr. félagslaganna hljóðar svo:
„Ársiðgjald ákvarðast af aðalfundi RVFÍ og innheimtist af gjaldkera í byrjun hvers almanaksárs.“
Lagt er til að greinin verði felld út í þessari mynd en í stað hennar komi:

„Kostnaður við rekstur deildarinnar greiðist úr sjóðum VFÍ skv. ákvörðun aðalfundar VFÍ.
Fyrir aðalfund VFÍ skal stjórn RVFÍ leggja fram áætlun um fjárhagsþörf næsta starfsárs.”


  • 10.6.2021, 17:00, Engjateigur 9

Aðalfundur RVFÍ 2021 með „hefðbundnu borðhaldi”!!

Skráning eigi síðar en á hádegi miðvikudaginn 9. júní.

Athugið, hefðbundið borðhald verður eins og tíðkaðist áður fyrr: síld og með því auk
hefðbundinna gerjaðra drykkjarfanga. Gæti orðið fjörugt!

Fyrirlestur: Vegferðin að stafrænu flutningskerfi raforku.
Fyrirlesari: Birkir Heimisson, sérfræðingur í stafrænni þróun raforkuflutnings hjá Landsneti.

Aðalfundur Rafmagnsverkfræðingadeildar Verkfræðingafélags Íslands (RVFÍ) verður haldinn
fimmtudaginn 10. júni kl.17:00 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Tillögur félagsmanna, m.a. vegna
stjórnarkjörs, væri gott að berist stjórn Rafmagnsverkfræðingadeildar fyrir 10. júni.

Samkvæmt lögum RVFÍ fer kosning til stjórnar leynilega fram á aðalfundi. Stjórn skal skipuð
fjórum mönnum til eins árs í senn. Félagsmenn eru hvattir til að gefa kost á sér til stjórnar.
Áhugasamir sendi tölvupóst til RVFI. Skráning á fundinn er á sama netfang: rvfi.iceland@gmail.com

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar 2016/2021.
2. Ársreikningur.
3. Kosning nýrrar stjórnar fyrir starfsár 2021/2022.
4. Skýrsla Orðanefndar RVFÍ.
5. Breyting á lögum RVFÍ í jósi breyttrar stöðu félagsins.
6. Fyrirlestur Birkis.
7. Fyrirspurnir og umræður.
8. Hefðbundið borðhald hefst.

Lagabreytingar

Stjórn RVFÍ leggur til eftirfarandi lagabreytingar:

4.gr. félagslaganna hljóðar svo:
„Félagar í RVFÍ geta orðið allir rafmagnsverkfræðingar, sem eru félagar í VFÍ, svo og eðlisfræðingar í VFÍ, sem RVFÍ mælir með.“

Lagt er til að 4. grein verði þannig:
„Félagar í RVFÍ geta orðið allir rafmagnsverkfræðingar og rafmagnstæknifræðingar, sem eru félagar í VFÍ, svo og eðlisfræðingar í VFÍ, sem RVFÍ mælir með.“

Þ.e.a.s. að orðunum „og rafmagnstæknifræðingar“ verði bætt við.

9. gr. félagslaganna hljóðar svo:
„Stjórn félagsins er skipuð 4 mönnum, formanni, ritara gjaldkera og stallara og skal kosin á aðalfundi með leynilegum kosningum til eins árs í senn."

Lagt er til að í stað gjaldkera komi meðstjórnandi og greinin verði þannig:
„Stjórn félagsins er skipuð 4 mönnum, formanni, ritara, meðstjórnanda og stallara og skal kosin á aðalfundi með leynilegum kosningum til eins árs í senn."

11. gr. félagslaganna hljóðar svo:
„Ársiðgjald ákvarðast af aðalfundi RVFÍ og innheimtist af gjaldkera í byrjun hvers almanaksárs.“
Lagt er til að greinin verði felld út í þessari mynd en í stað hennar komi:

„Kostnaður við rekstur deildarinnar greiðist úr sjóðum VFÍ skv. ákvörðun aðalfundar VFÍ.
Fyrir aðalfund VFÍ skal stjórn RVFÍ leggja fram áætlun um fjárhagsþörf næsta starfsárs.”