Aðalfundur VFÍ 2018

Aðalfundur VFÍ 2018 verður 16. apríl.

  • 16.4.2018, 17:00 - 19:00, Engjateigur 9
  • stuðlaberg

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 16. apríl kl. 17 í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9. Sjálfkjörið er í stjórnir félagsins en tillögur fyrir aðalfund og framboð til stjórnar áttu að berast fyrir 15. febrúar.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

Dagskrá aðalfundar

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
  2. Reikningar félagsins, þ.m.t. reikninga deilda og sjóða félagsins, fyrir undanfarandi starfsár lagðir fram til samþykkis.
  3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
  4. Tillögur félagsstjórnar.
  5. Lýst kosningu stjórnar.
  6. Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns.
  7. Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins.
  8. Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
  9. Laun formanns og stjórnarmanna.
  10. Laga- og reglugerðarbreytingar.
  11. Önnur mál.

Eins og kveðið er á um í reglugerðum kjarasjóða verða þær bornar upp til samþykktar á fundinum. Reglugerðir og starfsreglur sjóða eru á síðu hvers sjóðs fyrir sig á vefnum.

Niðurstöður viðhorfskönnunar

Undir liðnum "Önnur mál" mun Kristjana Kjartansdóttir tæknifræðingur, sem á sæti í stjórn VFÍ, fara yfir niðurstöður viðhorfskönnunar sem var gerð nýlega meðal félagsmanna VFÍ.

Fróðlegt erindi

Að loknum aðalfundarstörfum mun Ásdís Eir Símonardóttir sérfræðingur starfsmannamála hjá OR flytja erindið:

Hvað verða börnin þín gömul 2030?
Verður orkugeirinn karlageiri 2030?

Orkugeirinn er karllægur geiri en mikil vitundarvakning hefur orðið síðustu ár um mikilvægi jafnréttis og fjölbreytileika innan hans. Miaðið við þær breytingar sem við sjáum í tækniumhverfi ogþróun starfa er líklegt að geirinn verði fjölbreyttari árið 2030. 


  • 16.4.2018, 17:00 - 19:00, Engjateigur 9

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn mánudaginn 16. apríl kl. 17 í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9. Sjálfkjörið er í stjórnir félagsins en tillögur fyrir aðalfund og framboð til stjórnar áttu að berast fyrir 15. febrúar.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

Dagskrá aðalfundar

  1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári.
  2. Reikningar félagsins, þ.m.t. reikninga deilda og sjóða félagsins, fyrir undanfarandi starfsár lagðir fram til samþykkis.
  3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda.
  4. Tillögur félagsstjórnar.
  5. Lýst kosningu stjórnar.
  6. Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns.
  7. Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins.
  8. Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
  9. Laun formanns og stjórnarmanna.
  10. Laga- og reglugerðarbreytingar.
  11. Önnur mál.

Eins og kveðið er á um í reglugerðum kjarasjóða verða þær bornar upp til samþykktar á fundinum. Reglugerðir og starfsreglur sjóða eru á síðu hvers sjóðs fyrir sig á vefnum.

Niðurstöður viðhorfskönnunar

Undir liðnum "Önnur mál" mun Kristjana Kjartansdóttir tæknifræðingur, sem á sæti í stjórn VFÍ, fara yfir niðurstöður viðhorfskönnunar sem var gerð nýlega meðal félagsmanna VFÍ.

Fróðlegt erindi

Að loknum aðalfundarstörfum mun Ásdís Eir Símonardóttir sérfræðingur starfsmannamála hjá OR flytja erindið:

Hvað verða börnin þín gömul 2030?
Verður orkugeirinn karlageiri 2030?

Orkugeirinn er karllægur geiri en mikil vitundarvakning hefur orðið síðustu ár um mikilvægi jafnréttis og fjölbreytileika innan hans. Miaðið við þær breytingar sem við sjáum í tækniumhverfi ogþróun starfa er líklegt að geirinn verði fjölbreyttari árið 2030.