Afhending Hljóðvistarverðlaunanna

Samstarfsverkefni ÍSHLJÓÐS og Verkfræðingafélagsins.

  • 3.11.2022, 17:00 - 18:30, Hannesarholt

Fimmtudaginn 3. nóvember verða Hljóðvistarverðlaunin veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin eru veitt ábyrgðar- eða rekstraraðila fyrir framúrskarandi hljóðhönnun rýma fyrir hvers konar veitingastarfsemi, þ.e. kaffihús, veitingahús og sambærilegt. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Íslenska hljóðvistarfélagsins (Íshljóð) og Verkfræðingafélags Íslands.

Hljóðvistarverðlaunin eru að sænskri fyrirmynd en slæm hljóðvist veitingastaða og kaffihúsa hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Markmiðið með verðlaununum er að verðlauna það sem vel er gert í stað þess að einblína stöðugt á það sem miður fer. Rætt hefur verið um að á næstu árum verði veitt hljóðvistarverðlaun í fleiri flokkum bygginga. 

Dómnefnd er skipuð einstaklingum með þekkingu og áhuga á hljóðvist. Mat dómnefndar byggir á huglægu mati á hljóðvist, hugmyndafræði og fagurfræði. Til að gæta hlutleysis mega aðilar í dómnefnd ekki fjalla um verkefni sem þeir tengjast beint.

Dómnefnd skipa:
Magnús Skúlason – Arkitekt, formaður dómnefndar.
Bergþóra Kristinsdóttir - Verkfræðingur hjá Vegagerðinni.
Sigurður Einarsson – Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.

Íslenska hljóðvistarfélagið var stofnað árið 2006 og tilgangur félagsins er að tengja saman fólk sem vinnur við hljóðhönnun og hljóðvist á Íslandi. Félagið starfar sem faghópur innan Verkfræðingafélags Íslands. 

Hljóðvist hefur mikil áhrif á heilsufar, afköst, líðan og almenn samskipti fólks. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur með sívaxandi þunga allar götur frá árinu 1980 bent á mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir heilsu okkar og líðan. Mikil vitundarvakning hefur orðið á Íslandi og í nágrannalöndum um mikilvægi hljóðvistar á undanförnum árum og áratugum. 

Hljóðvistarverðlaunin verða afhent í Hannesarholti fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17.


  • 3.11.2022, 17:00 - 18:30, Hannesarholt

Fimmtudaginn 3. nóvember verða Hljóðvistarverðlaunin veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin eru veitt ábyrgðar- eða rekstraraðila fyrir framúrskarandi hljóðhönnun rýma fyrir hvers konar veitingastarfsemi, þ.e. kaffihús, veitingahús og sambærilegt. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Íslenska hljóðvistarfélagsins (Íshljóð) og Verkfræðingafélags Íslands.

Hljóðvistarverðlaunin eru að sænskri fyrirmynd en slæm hljóðvist veitingastaða og kaffihúsa hefur verið mikið til umræðu síðustu ár. Markmiðið með verðlaununum er að verðlauna það sem vel er gert í stað þess að einblína stöðugt á það sem miður fer. Rætt hefur verið um að á næstu árum verði veitt hljóðvistarverðlaun í fleiri flokkum bygginga. 

Dómnefnd er skipuð einstaklingum með þekkingu og áhuga á hljóðvist. Mat dómnefndar byggir á huglægu mati á hljóðvist, hugmyndafræði og fagurfræði. Til að gæta hlutleysis mega aðilar í dómnefnd ekki fjalla um verkefni sem þeir tengjast beint.

Dómnefnd skipa:
Magnús Skúlason – Arkitekt, formaður dómnefndar.
Bergþóra Kristinsdóttir - Verkfræðingur hjá Vegagerðinni.
Sigurður Einarsson – Sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.

Íslenska hljóðvistarfélagið var stofnað árið 2006 og tilgangur félagsins er að tengja saman fólk sem vinnur við hljóðhönnun og hljóðvist á Íslandi. Félagið starfar sem faghópur innan Verkfræðingafélags Íslands. 

Hljóðvist hefur mikil áhrif á heilsufar, afköst, líðan og almenn samskipti fólks. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur með sívaxandi þunga allar götur frá árinu 1980 bent á mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir heilsu okkar og líðan. Mikil vitundarvakning hefur orðið á Íslandi og í nágrannalöndum um mikilvægi hljóðvistar á undanförnum árum og áratugum. 

Hljóðvistarverðlaunin verða afhent í Hannesarholti fimmtudaginn 3. nóvember kl. 17.