Afhending Hljóðvistarverðlaunanna

Samstarfsverkefni ÍSHLJÓÐS og Verkfræðingafélagsins.

  • 12.11.2025, 17:00 - 18:30, Reykjavík Hilton Nordica

Fimmtudaginn 11. nóvember verða Hljóðvistarverðlaunin veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin eru veitt ábyrgðar- eða rekstraraðila fyrir framúrskarandi hljóðhönnun á leikskóla. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Íslenska hljóðvistarfélagsins (Íshljóð) og Verkfræðingafélags Íslands.

Hljóðvistarverðlaunin eru að sænskri fyrirmynd. Þau voru fyrst veitt 2022 fyrir góða hljóðvist á veitingastað eða kaffihúsi og var það Sigló hótel sem hlaut viðurkenningun. 

Skaðsemi slæmrar hljóðvistar á leikskólum hefur reglulega verið til umræðu. Því var ákveðið að þessu sinni að horfa til þess að verðlauna lofsverða hljóðvist í slíku húsnæði. Markmiðið er að verðlauna það sem vel er gert í stað þess að einblína stöðugt á það sem miður fer.

Dómnefnd er skipuð einstaklingum með þekkingu og áhuga á hljóðvist. Mat dómnefndar byggir á huglægu mati á hljóðvist, hugmyndafræði og fagurfræði. Til að gæta hlutleysis mega aðilar í dómnefnd ekki fjalla um verkefni sem þeir tengjast beint.

Íslenska hljóðvistarfélagið var stofnað árið 2006 og tilgangur félagsins er að tengja saman fólk sem vinnur við hljóðhönnun og hljóðvist á Íslandi. Félagið starfar sem faghópur innan Verkfræðingafélags Íslands.

Hljóðvist hefur mikil áhrif á heilsufar, afköst, líðan og almenn samskipti fólks. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur með sívaxandi þunga allar götur frá árinu 1980 bent á mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir heilsu okkar og líðan. Mikil vitundarvakning hefur orðið á Íslandi og í nágrannalöndum um mikilvægi hljóðvistar á undanförnum árum og áratugum.

Hljóðvistarverðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17.


  • 12.11.2025, 17:00 - 18:30, Reykjavík Hilton Nordica

Fimmtudaginn 11. nóvember verða Hljóðvistarverðlaunin veitt í fyrsta sinn. Verðlaunin eru veitt ábyrgðar- eða rekstraraðila fyrir framúrskarandi hljóðhönnun á leikskóla. Viðurkenningin er samstarfsverkefni Íslenska hljóðvistarfélagsins (Íshljóð) og Verkfræðingafélags Íslands.

Hljóðvistarverðlaunin eru að sænskri fyrirmynd. Þau voru fyrst veitt 2022 fyrir góða hljóðvist á veitingastað eða kaffihúsi og var það Sigló hótel sem hlaut viðurkenningun. 

Skaðsemi slæmrar hljóðvistar á leikskólum hefur reglulega verið til umræðu. Því var ákveðið að þessu sinni að horfa til þess að verðlauna lofsverða hljóðvist í slíku húsnæði. Markmiðið er að verðlauna það sem vel er gert í stað þess að einblína stöðugt á það sem miður fer.

Dómnefnd er skipuð einstaklingum með þekkingu og áhuga á hljóðvist. Mat dómnefndar byggir á huglægu mati á hljóðvist, hugmyndafræði og fagurfræði. Til að gæta hlutleysis mega aðilar í dómnefnd ekki fjalla um verkefni sem þeir tengjast beint.

Íslenska hljóðvistarfélagið var stofnað árið 2006 og tilgangur félagsins er að tengja saman fólk sem vinnur við hljóðhönnun og hljóðvist á Íslandi. Félagið starfar sem faghópur innan Verkfræðingafélags Íslands.

Hljóðvist hefur mikil áhrif á heilsufar, afköst, líðan og almenn samskipti fólks. Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur með sívaxandi þunga allar götur frá árinu 1980 bent á mikilvægi góðrar hljóðvistar fyrir heilsu okkar og líðan. Mikil vitundarvakning hefur orðið á Íslandi og í nágrannalöndum um mikilvægi hljóðvistar á undanförnum árum og áratugum.

Hljóðvistarverðlaunin verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17.