Árangursrík samskipti og stjórnun mannauðs
Vinnustofa sérstaklega ætluð millistjórnendum.
Vinnustofan fjallar um dagleg viðfangsefni tengd samskiptum á vinnustað og stjórnun mannauðs. Farið er yfir ábyrgð einstaklinga þegar kemur að samskiptum og mikilvægi þess að vera meðvitaður um eigin samskiptatækni, áhrif tilfinninga og viðbrögð. Fjallað er um faglegar ráðningar og hvernig stjórnendur geta nýtt endurgjöf og hvatningu til að laða fram það besta hjá sínu fólki. Lögð er áhersla á verkefni og hagnýtar æfingar.
- Áhrifarík samskiptatækni.
- Ráðningarferli og mat á umsækjendum.
- Móttaka og þjálfun starfsfólks.
- Endurgjöf og hvatning.
- Erfið samtöl og lausn ágreinings.
Vinnustofan verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, miðvikudaginn 22. mars kl. 13:00 - 16:00.
Leiðbeinandi er Geirlaug Jóhannsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi hjá Hagvangi. Hennar sérsvið eru ráðningar, mannauðsráðgjöf og stjórnendaþjálfun.
Vinnustofan er niðurgreidd af VFÍ og kostar kr. 10.000.-
Vinsamlega greiðið inn á reikning þegar skráning hefur verið staðfest af VFÍ:
0370-26-035181
kt. 680269-6299
Skýring: Vinnustofa.
Sætafjöldi er takmarkaður og því um að gera að skrá sig sem fyrst á netfangið: kjaramal@verktaekni.is
Athugið að námskeiðið er styrkthæft hjá starfsmenntunarsjóðum VFÍ. Styrkur fer eftir einstaklingsbundnum réttindum sjóðfélaga.