Bókakynning: Einvígi allra tíma - Queens Gambit

Guðmundur G. Þórarinsson segir frá nýútkominni bók og spáir í Fischer og Queens Gambit.

  • 3.12.2020, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending/fjarfundur

Á bókafundi fimmtudaginn 3. desember kl. 12 - 13 mun Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands segja frá bókinni: Einvígi allra tíma sem nýlega kom út. Guðmundur spáir líka í það sem er sammerkt Bobby Fischer og Beth Harmon, söguhetjunni í Queens Gambit. 

Hlekkur á útsendingu verður settur hér inn í viðburðadagatalið og á Facebooksíðu VFÍ að morgni fundardags. - Og hér er hann: 

Bókakynning: Einvígi allra tíma - Queens Gambit from VFÍ on Vimeo

Frægasta skákeinvígi sögunar hófst formlega 1. júlí árið 1972 í Laugardalshöllinni. Þá tefldi Fischer gegn Boris Spassky og sigraði og var krýndur nýr heimsmeistari í skák. Í bókinni er sagt frá hinum magnaða aðdraganda einvígisins og sögunum úr innsta hring atburða á meðan á einvíginu stóð. Þar sem oft mátti litlu muna að allt færi út um þúfur. Loks gerir höfundur upp hinn einstæða eftirleik áranna eftir einvígið þar sem Spassky flúði heimalandið og Fischer endaði á Íslandi – landflótta og eftirlýstur.

Í bókinni er einnig afar fróðlegur kafli um uppruna skákarinnar og alla heimsmeistara karla í skák frá upphafi. „Raunveruleikinn hefur ekki burði til að endurtaka þær mögnuðu aðstæður sem umluktu einvígið; spennan milli stórveldanna, ótrúlegur áhugi umheimsins og hinir ólíku keppendur; herramaðurinn Boris Spassky, þrautþjálfaður liðsmaður sovéska skákskólans gegn ólíkindatólinu Bobby Fischer, einfara og uppreisnarmanni."

Mynd: GQ Magazine.


  • 3.12.2020, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending/fjarfundur

Á bókafundi fimmtudaginn 3. desember kl. 12 - 13 mun Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands segja frá bókinni: Einvígi allra tíma sem nýlega kom út. Guðmundur spáir líka í það sem er sammerkt Bobby Fischer og Beth Harmon, söguhetjunni í Queens Gambit. 

Hlekkur á útsendingu verður settur hér inn í viðburðadagatalið og á Facebooksíðu VFÍ að morgni fundardags. - Og hér er hann: 

Bókakynning: Einvígi allra tíma - Queens Gambit from VFÍ on Vimeo

Frægasta skákeinvígi sögunar hófst formlega 1. júlí árið 1972 í Laugardalshöllinni. Þá tefldi Fischer gegn Boris Spassky og sigraði og var krýndur nýr heimsmeistari í skák. Í bókinni er sagt frá hinum magnaða aðdraganda einvígisins og sögunum úr innsta hring atburða á meðan á einvíginu stóð. Þar sem oft mátti litlu muna að allt færi út um þúfur. Loks gerir höfundur upp hinn einstæða eftirleik áranna eftir einvígið þar sem Spassky flúði heimalandið og Fischer endaði á Íslandi – landflótta og eftirlýstur.

Í bókinni er einnig afar fróðlegur kafli um uppruna skákarinnar og alla heimsmeistara karla í skák frá upphafi. „Raunveruleikinn hefur ekki burði til að endurtaka þær mögnuðu aðstæður sem umluktu einvígið; spennan milli stórveldanna, ótrúlegur áhugi umheimsins og hinir ólíku keppendur; herramaðurinn Boris Spassky, þrautþjálfaður liðsmaður sovéska skákskólans gegn ólíkindatólinu Bobby Fischer, einfara og uppreisnarmanni."

Mynd: GQ Magazine.