Brúum bil kynslóðanna á vinnumarkaði
Fyrirlesari: Guðrún Snorradóttir, stjórnendaþjálfi.
Á Samlokufundi fimmtudaginn 19. september mun Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi fjalla um leiðir til að brúa bil kynslóða á vinnumarkaði. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Streymt verður frá fundinum. Fyrir þau sem mæta á staðinn verða samlokur og drykkur í boði VFÍ.
Í fyrirlestrinum fjallar Guðrún um þá áskorun að vinna með fulltrúum mismunandi kynslóða. Er bilið milli kynslóðanna að breikka? Ef svo er - hvernig getum við brúað það bil?
· Hverjar eru hinar „fjóru" kynslóðir á vinnumarkaðinum í dag
· Hvað einkennir þær?
· Hverjar eru helstu áskoranir stjórnanda með breitt kynslóðabil?
· Hvernig horfa þau á vinnuna sína?
· Hvernig samskipti vilja þau við næsta stjórnanda?
· Hvernig endurgjöf og umbun skiptir máli?
· Hvað eiga þær þó sameiginlegt?
· Hvernig brúum við bilið?
Guðrún er snjall og hressilegur fyrirlesari. Umræðan um kynslóðirnar kemur öllum að gagni við að skilja samstarfsfólkið og stuðlar að jákvæðum samskiptum á vinnustað.
Ertu „gamall" og skilur ekkert í þessu „unga fólki". Eruð þið „ný" á vinnumarkaði, alvara lífsins tekin við, en þið skiljið ekki alveg taktinn á vinnustaðnum? Þá er vit í að gefa sér tíma til að hlusta á Guðrúnu.