Dagur verkfræðinnar 2020 - Ný dagsetning

Dagur verkfræðinnar hefur fest sig í sessi.

  • 15.10.2020, Hilton Reykjavík Nordica

Vegna COVID-10 faraldursins var Degi verkfræðinnar frestað en nú er ákveðið að þessi stærsti viðburður í starfi VFÍ verði fimmtudaginn 15. október á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskráin hefst kl. 13 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.

Á Degi verkfræðinnar 2020 verður Teningurinn  afhentur í fyrsta sinn. Um er að ræða viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að. Nánar um Teninginn.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki. Í fyrra var "uppselt" þ.e. loka þurfti fyrir skráningu.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.


  • 15.10.2020, Hilton Reykjavík Nordica

Vegna COVID-10 faraldursins var Degi verkfræðinnar frestað en nú er ákveðið að þessi stærsti viðburður í starfi VFÍ verði fimmtudaginn 15. október á Hilton Reykjavík Nordica. Dagskráin hefst kl. 13 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.

Á Degi verkfræðinnar 2020 verður Teningurinn  afhentur í fyrsta sinn. Um er að ræða viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á vel útfærðum og áhugaverðum verkefnum sem verkfræðingar og tæknifræðingar vinna að. Nánar um Teninginn.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki. Í fyrra var "uppselt" þ.e. loka þurfti fyrir skráningu.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.