Dagur verkfræðinnar 2020

Dagur verkfræðinnar hefur fest sig í sessi.

  • 27.3.2020, 13:00 - 17:00, Reykjavík Hilton Nordica
  • Fánar VFÍ við hótel Nordica

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjötta sinn föstudaginn 27. mars á Hilton Reykjavík Nordica.
Dagskráin hefst kl. 13 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Þau sem hafa áhuga á að vera með fyrirlestur eða hafa hugmyndir varðandi Dag verkfræðinnar eru hvött til að senda póst á skrifstofu VFÍ: sigrun@verktaekni.is

Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki. Í fyrra var "uppselt" þ.e. loka þurfti fyrir skráningu.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.


  • 27.3.2020, 13:00 - 17:00, Reykjavík Hilton Nordica

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjötta sinn föstudaginn 27. mars á Hilton Reykjavík Nordica.
Dagskráin hefst kl. 13 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.

Þau sem hafa áhuga á að vera með fyrirlestur eða hafa hugmyndir varðandi Dag verkfræðinnar eru hvött til að senda póst á skrifstofu VFÍ: sigrun@verktaekni.is

Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki. Í fyrra var "uppselt" þ.e. loka þurfti fyrir skráningu.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.