Dagur verkfræðinnar 2023
Á Hilton Reykjavík Nordica.
Dagur verkfræðinnar verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica föstudaginn 17. nóvember 2023.
Þau sem óska eftir að vera með fyrirlestur á Degi verkfræðinnar eða koma á framfæri ábendingum um þennan stærsta viðburð í starfsemi VFÍ eru beðin um að senda tölvupóst eða setja inn skilaboð á Facebooksíðu VFÍ.
Teningurinn, viðurkenning Verkfræðingafélags Íslands fyrir árið 2022 verður afhentur. Dómnefnd mun fljótlega óska eftir tilnefningum
Sem fyrr er stefnt að fjölbreyttri og spennandi dagskrá og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.
Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina og tæknifræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga.
Ábendingar og tillögur vegna Dags verkfræðinnar 2023 eða Teningsins má senda með tölvupósti: sigrun@verktaekni.is