Einföldun og sjálfvirknivæðing ferla

Samlokufundur miðvikudaginn 3. nóvember.

  • 3.11.2021, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending
  • Evolv4

Á Samlokufundi miðvikudaginn 3. nóvember kl. 12 – 13 munu fulltrúar fyrirtækjanna Gemba og Evolv fjalla um tækifærin í einföldun ferla ásamt sjálfvirknivæðingu. Farið verður yfir hvað þarf til þegar ferli er einfaldað og sjálfviknivætt og sýnd raunveruleg dæmi.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9. Félagsmenn eru velkomnir á staðinn meðan húsrúm leyfir. – Boðið verður upp á samlokur og drykki.

Hlekkur á streymi.

Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).

Stytting vinnuvikunnar hefur aukið eftirspurn eftir aðstoð við að einfalda og sjálfvirknivæða ferla. Jafnframt eru fyrirtæki og stofnanir sífellt að leita leiða til þess að hámarka afköst og lágmarka sóun án þess þó að það komi niður á gæðum vinnunnar. Með því að nýta sér stafrænt vinnuafl geta fyrirtæki stóraukið afköst starfsfólks síns þar sem þeir ferlar sem eru síendurteknir og tímafrekir eru sjálfvirknivæddir.

Gemba sem sérhæfir sig í umbótum og einföldun ferla hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við að innleiða stöðugar umbætur ásamt því að stytta og einfalda ferla. Sjá nánar www.gemba.is

Evolv sérhæfir sig í þróun og innleiðingu á stafrænu vinnuafli. Evolv er löggiltur samstarfs- og endursöluaðili á hugbúnaði frá UiPath, sem er leiðandi fyrirtæki í svokölluðum RPA lausnum sem stafrænt vinnuafl byggir á. Sjá nánar www.evolv.is


  • 3.11.2021, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Á Samlokufundi miðvikudaginn 3. nóvember kl. 12 – 13 munu fulltrúar fyrirtækjanna Gemba og Evolv fjalla um tækifærin í einföldun ferla ásamt sjálfvirknivæðingu. Farið verður yfir hvað þarf til þegar ferli er einfaldað og sjálfviknivætt og sýnd raunveruleg dæmi.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9. Félagsmenn eru velkomnir á staðinn meðan húsrúm leyfir. – Boðið verður upp á samlokur og drykki.

Hlekkur á streymi.

Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).

Stytting vinnuvikunnar hefur aukið eftirspurn eftir aðstoð við að einfalda og sjálfvirknivæða ferla. Jafnframt eru fyrirtæki og stofnanir sífellt að leita leiða til þess að hámarka afköst og lágmarka sóun án þess þó að það komi niður á gæðum vinnunnar. Með því að nýta sér stafrænt vinnuafl geta fyrirtæki stóraukið afköst starfsfólks síns þar sem þeir ferlar sem eru síendurteknir og tímafrekir eru sjálfvirknivæddir.

Gemba sem sérhæfir sig í umbótum og einföldun ferla hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir við að innleiða stöðugar umbætur ásamt því að stytta og einfalda ferla. Sjá nánar www.gemba.is

Evolv sérhæfir sig í þróun og innleiðingu á stafrænu vinnuafli. Evolv er löggiltur samstarfs- og endursöluaðili á hugbúnaði frá UiPath, sem er leiðandi fyrirtæki í svokölluðum RPA lausnum sem stafrænt vinnuafl byggir á. Sjá nánar www.evolv.is