Fab Lab Reykjavík - Kynning
Opin stafræn smiðja fyrir hugmyndaríka.
Á Samlokufundi miðvikudaginn 29. mars kl. 12-13 munu tveir fulltrúar frá Fab Lab Reykjavík segja frá starfseminni og þeim kostum sem eru í boði, til dæmis fyrir þau sem vilja vinna að hugmyndum sínum.
Hlekkur á streymi:
Fab Lab Reykjavík er stafræn smiðja sem er opin almenningi alla virka daga. Þar geta allir komið og unnið að sínum hugmyndum og fengið afnot tækjabúnaði eins og til dæmis þrívíddarprenturum, geislaskerum og fræsurum.
Markmið Fab Lab Reykjavík er að efla nýsköpun í samfélaginu. Til að ná þeim markmiðum er unnið að því að efla nýsköpun í menntun, stutt við vöruþróun fyrirtækja og hlúð að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. Fab Lab myndar þannig skemmtilegt skapandi samfélag með fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitið, lausnamiðað og með þor til að prófa.
Upplýsingar um Fab Lab Reykjavík má finna á vefnum: www.flr.is
Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Streymt verður frá fundinum og verður hægt að nálgast hlekkinn á vef VFÍ og á Facebooksíðu félagsins . Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).
Að venju fá félagsmenn VFÍ sem mæta á staðinn ókeypis samlokur og drykki.
Verið velkomin!