Félagsfundur vegna viðræðna við FRV

Boðað til félagsfundar vegna samningaviðræðna við FRV.

  • 25.11.2025, 11:00 - 12:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Félagsfundur um stöðu mála í kjaraviðræðum VFÍ við FRV/SA

Samninganefnd VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) boðar til félagsfundar þriðjudaginn 25. nóvember kl. 11:00

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Streymt verður frá fundinum. 

Hlekkur verður sendur í tölvupósti til félagsmanna á FRV stofum. 
(Senda má póst á kjaramal@verktaekni.is ef hlekkur hefur ekki borist sama dag og fundurinn er). 

Á fundinum verður rætt um þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum VFÍ við FRV/SA með síendurteknu tómlæti af hendi viðsemjandans. Samninganefndin er svartsýn á að sex mánaða samningaviðræður undir stjórn sáttasemjara skili nokkrum árangri. Erfitt hefur reynst að knýja fram uppbyggilegt samtal um sjálfsagðar og löngu tímabærar launaleiðréttingar félagsmanna VFÍ sem starfa á verkfræðistofum. Samninganefndin hyggst ræða málin tæpitungulaust og íhuga vandlega næstu skref.

Félagsmenn eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir á kjaramal@verktaekni.is sem fulltrúar í samninganefnd reyna að svara eftir bestu getu á fundinum. Einnig verður hægt að nota spjallhólfið í streyminu til að senda inn fyrirspurnir á meðan á fundinum stendur.

Samninganefndin vill hvetja félagsmenn til að taka þátt í umræðunum og sýna samstöðu með því að mæta á staðinn eða með því að fylgjast með í streyminu.

Fyrir hönd samninganefndar VFÍ,
Arnar Hannes Halldórsson, formaður.


  • 25.11.2025, 11:00 - 12:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Félagsfundur um stöðu mála í kjaraviðræðum VFÍ við FRV/SA

Samninganefnd VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) boðar til félagsfundar þriðjudaginn 25. nóvember kl. 11:00

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Streymt verður frá fundinum. 

Hlekkur verður sendur í tölvupósti til félagsmanna á FRV stofum. 
(Senda má póst á kjaramal@verktaekni.is ef hlekkur hefur ekki borist sama dag og fundurinn er). 

Á fundinum verður rætt um þá grafalvarlegu stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum VFÍ við FRV/SA með síendurteknu tómlæti af hendi viðsemjandans. Samninganefndin er svartsýn á að sex mánaða samningaviðræður undir stjórn sáttasemjara skili nokkrum árangri. Erfitt hefur reynst að knýja fram uppbyggilegt samtal um sjálfsagðar og löngu tímabærar launaleiðréttingar félagsmanna VFÍ sem starfa á verkfræðistofum. Samninganefndin hyggst ræða málin tæpitungulaust og íhuga vandlega næstu skref.

Félagsmenn eru hvattir til að senda inn fyrirspurnir á kjaramal@verktaekni.is sem fulltrúar í samninganefnd reyna að svara eftir bestu getu á fundinum. Einnig verður hægt að nota spjallhólfið í streyminu til að senda inn fyrirspurnir á meðan á fundinum stendur.

Samninganefndin vill hvetja félagsmenn til að taka þátt í umræðunum og sýna samstöðu með því að mæta á staðinn eða með því að fylgjast með í streyminu.

Fyrir hönd samninganefndar VFÍ,
Arnar Hannes Halldórsson, formaður.