Fjölskyldudagur verkfræðinnar

Í Húsdýragarðinum Laugardal.

  • 27.8.2017, Húsdýragarðurinn
  • Frá Vísindasmiðju HÍ

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í fyrsta sinn í Húsdýragarðinum sunnudaginn 27. ágúst. Frítt í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn kl. 10 - 17.

Þátttökulisti verður í miðasölu og þar fáið þið afhent armband til að framvísa í pylsuveislunni.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og Sprengju-Kata verða á staðnum frá kl. 12 -15. 

Verða í skála við hliðina á veitingasölu garðsins.

Pylsuveisla fyrir félagsmenn VFÍ og fjölskyldur þeirra hefst kl. 12:30 á bak við skálann þar sem Vísindasmiðan og Sprengju - Kata verða.

Til að auðvelda undirbúning biðjum við félagsmenn að skrá þátttöku með því að  Senda tölvupóst.  Vinsamlega tilgreinið nafn félagsmanns, fjölda fullorðinna og barna.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.
 

 

 




  • 27.8.2017, Húsdýragarðurinn

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í fyrsta sinn í Húsdýragarðinum sunnudaginn 27. ágúst. Frítt í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn kl. 10 - 17.

Þátttökulisti verður í miðasölu og þar fáið þið afhent armband til að framvísa í pylsuveislunni.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og Sprengju-Kata verða á staðnum frá kl. 12 -15. 

Verða í skála við hliðina á veitingasölu garðsins.

Pylsuveisla fyrir félagsmenn VFÍ og fjölskyldur þeirra hefst kl. 12:30 á bak við skálann þar sem Vísindasmiðan og Sprengju - Kata verða.

Til að auðvelda undirbúning biðjum við félagsmenn að skrá þátttöku með því að  Senda tölvupóst.  Vinsamlega tilgreinið nafn félagsmanns, fjölda fullorðinna og barna.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.