Fjölskyldudagur verkfræðinnar

Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Laugardal.

  • 1.9.2019, Húsdýragarðurinn
  • Fjölskyldudagur verkfræðinnar

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í þriðja sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 1. september. Dagurinn hefur verið einstaklega vel sóttur en frítt verður í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn frá kl. 10 - 17.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og landsliðið í vélmennaforritun verða á staðnum frá kl. 12 - 15. 

Verða í skála við hliðina á veitingasölu garðsins.

Boðið upp á hressingu. 

Til að auðvelda undirbúning biðjum við félagsmenn að skrá þátttöku hér fyrir neðan. Tilgreina þarf nafn félagsmanns fjölda fullorðinna og barna. Hámark fimm miðar í boði fyrir hvern félagsmann. (Aðgangur í tækin ekki innifalinn). Listi yfir gesti verður í afgreiðslu garðsins og starfsmenn merkja við.

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst, eigi síðar en í lok dags fimmtudaginn 29. ágúst.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Landsliðið í vélmennaforritun

Landsliðið í vélmennaforritun kemur á Fjölskyldudag verkfræðinnar og sýnir vélmenni sem þau munu fara með til Dubai í október. Þar munu þau keppa í heimsmeistarakeppni í vélmennaforritun. Í fyrra keppti liðið í Mexíkó en hreppti annað sæti af 192 liðum. Gestir og gangandi munu geta prófað vélmennið hjá liðinu.

SKRÁNINGU ER LOKIÐ Á FJÖLSKYLDUDAGINN.

 


  • 1.9.2019, Húsdýragarðurinn

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í þriðja sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 1. september. Dagurinn hefur verið einstaklega vel sóttur en frítt verður í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn frá kl. 10 - 17.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og landsliðið í vélmennaforritun verða á staðnum frá kl. 12 - 15. 

Verða í skála við hliðina á veitingasölu garðsins.

Boðið upp á hressingu. 

Til að auðvelda undirbúning biðjum við félagsmenn að skrá þátttöku hér fyrir neðan. Tilgreina þarf nafn félagsmanns fjölda fullorðinna og barna. Hámark fimm miðar í boði fyrir hvern félagsmann. (Aðgangur í tækin ekki innifalinn). Listi yfir gesti verður í afgreiðslu garðsins og starfsmenn merkja við.

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst, eigi síðar en í lok dags fimmtudaginn 29. ágúst.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Landsliðið í vélmennaforritun

Landsliðið í vélmennaforritun kemur á Fjölskyldudag verkfræðinnar og sýnir vélmenni sem þau munu fara með til Dubai í október. Þar munu þau keppa í heimsmeistarakeppni í vélmennaforritun. Í fyrra keppti liðið í Mexíkó en hreppti annað sæti af 192 liðum. Gestir og gangandi munu geta prófað vélmennið hjá liðinu.

SKRÁNINGU ER LOKIÐ Á FJÖLSKYLDUDAGINN.