Fjölskyldudagur verkfræðinnar

Loksins, loksins... við tökum upp þráðinn með krökkunum.

  • 27.8.2022, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
  • IMG_0713-1-

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í fjórða sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 27. ágúst. Dagurinn hefur verið einstaklega vel sóttur en aflýsa varð deginum síðastliðin tvö ár vegna Covid-10. Frítt verður í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn frá kl. 10 - 17.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og Sprengju-Kata verða á staðnum frá kl. 12 - 15 í skála við hliðina á veitingasölu garðsins. 

- Á sama tíma verður hressing í boði í garði bak við skálann.

Til að auðvelda undirbúning biðjum við félagsmenn að skrá þátttöku á netfangið: tilkynningar@verktaekni.is tiltaka fjölda fullorðinna (eldri en 13 ára) og barna. Framvísa á félagsskírteini VFÍ við innganginn. Hámark fimm miðar í boði fyrir hvern félagsmann. (Aðgangur í tækin ekki innifalinn en félagsmenn VFÍ fá helmingsafslátt af dagpassa í tækin).  

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst, eigi síðar en í lok dags fimmtudaginn 25. ágúst.

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini í símann á  „Mínum síðum" á vef VFÍ. (Sjá leiðbeiningar hér neðst).

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Sprengju-Kata

Sprengju-Kata er efnafræðingur og kennir efnafræði við Háskóla Íslands. Í Vísindasmiðjunni sýnir hún grunnskólanemum töfra efnafræðinnar, hún heldur efnafræðinámskeið í Háskóla unga fólksins á sumrin og ferðast um landið með Háskólalestinni á vorin.
Hún var vikulegur gestur í þáttum Ævar vísindamanns sem sýndir voru á RÚV og hefur haldið fjöldamargar efnafræðisýningar fyrir börn á öllum aldri.


Leiðbeiningar vegna rafræns félagsskírteinis

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini inn á „Mínum síðum" á vef Verkfræðingafélagsins.

Til að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á „Mínar síður" með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Skírteinið er undir AFSLÆTTIR og einnig undir UPPLÝSINGAR.

Félagsskírteinið má til dæmis nota til þess að sanna félagsaðild sína og nýta sér ýmis afsláttarkjör sem félagsmönnum er boðið upp á. Allt um afsláttarkjörin má svo sjá inn á orlofsvefnum undir AFSLÁTTUR.

Ef skírteinið er sótt í tölvu þá kemur mynd af QR kóða.
Þeir sem eru með Android síma þurfa að niðurhala SmartWallet appinu. Eftir það er QR kóðinn skannaður í appinu. Apple notendur geta notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum og geta því skannað QR kóðann strax.

Ef þú sækir skírteinið beint í síma þá þurfa Android notendur að vera búnir að sækja SmartWallet appið en Apple notendur eru þegar með Wallet appið í símanum. Þegar skírteinið er sótt hleðst niður skrá í símann og eftir að það er búið er viðeigandi app opnað og þá á skírteinið að vera komið í veskið.

Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á skrifstofa@verktaekni.is


  • 27.8.2022, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í fjórða sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 27. ágúst. Dagurinn hefur verið einstaklega vel sóttur en aflýsa varð deginum síðastliðin tvö ár vegna Covid-10. Frítt verður í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn frá kl. 10 - 17.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og Sprengju-Kata verða á staðnum frá kl. 12 - 15 í skála við hliðina á veitingasölu garðsins. 

- Á sama tíma verður hressing í boði í garði bak við skálann.

Til að auðvelda undirbúning biðjum við félagsmenn að skrá þátttöku á netfangið: tilkynningar@verktaekni.is tiltaka fjölda fullorðinna (eldri en 13 ára) og barna. Framvísa á félagsskírteini VFÍ við innganginn. Hámark fimm miðar í boði fyrir hvern félagsmann. (Aðgangur í tækin ekki innifalinn en félagsmenn VFÍ fá helmingsafslátt af dagpassa í tækin).  

Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst, eigi síðar en í lok dags fimmtudaginn 25. ágúst.

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini í símann á  „Mínum síðum" á vef VFÍ. (Sjá leiðbeiningar hér neðst).

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Sprengju-Kata

Sprengju-Kata er efnafræðingur og kennir efnafræði við Háskóla Íslands. Í Vísindasmiðjunni sýnir hún grunnskólanemum töfra efnafræðinnar, hún heldur efnafræðinámskeið í Háskóla unga fólksins á sumrin og ferðast um landið með Háskólalestinni á vorin.
Hún var vikulegur gestur í þáttum Ævar vísindamanns sem sýndir voru á RÚV og hefur haldið fjöldamargar efnafræðisýningar fyrir börn á öllum aldri.


Leiðbeiningar vegna rafræns félagsskírteinis

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini inn á „Mínum síðum" á vef Verkfræðingafélagsins.

Til að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á „Mínar síður" með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Skírteinið er undir AFSLÆTTIR og einnig undir UPPLÝSINGAR.

Félagsskírteinið má til dæmis nota til þess að sanna félagsaðild sína og nýta sér ýmis afsláttarkjör sem félagsmönnum er boðið upp á. Allt um afsláttarkjörin má svo sjá inn á orlofsvefnum undir AFSLÁTTUR.

Ef skírteinið er sótt í tölvu þá kemur mynd af QR kóða.
Þeir sem eru með Android síma þurfa að niðurhala SmartWallet appinu. Eftir það er QR kóðinn skannaður í appinu. Apple notendur geta notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum og geta því skannað QR kóðann strax.

Ef þú sækir skírteinið beint í síma þá þurfa Android notendur að vera búnir að sækja SmartWallet appið en Apple notendur eru þegar með Wallet appið í símanum. Þegar skírteinið er sótt hleðst niður skrá í símann og eftir að það er búið er viðeigandi app opnað og þá á skírteinið að vera komið í veskið.

Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á skrifstofa@verktaekni.is