Fjölskyldudagur verkfræðinnar

Í samstarfi við Vísindasmiðju Háskóla Íslands.

  • 27.8.2023, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í fimmta sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal sunnudaginn 27. ágúst. Dagurinn hefur verið einstaklega vel sóttur enda alltaf gaman í garðinum og Vísindasmiðjan einstaklega skemmtileg og fræðandi. Frítt verður í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn frá kl. 10 - 17.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og Stjörnu-Svæar verða á staðnum frá kl. 12 - 15. 

Ekki þarf að skrá þátttöku. Framvísa á rafrænu félagsskírteini VFÍ við innganginn. Hámark fimm miðar í boði fyrir hvern félagsmann, aðgangur í tækin er innifalinn. Boðið verður upp á hressingu í garði á bak við skálann.

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini í símann á Mínum síðum á vef VFÍ. (Sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan).

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar eins og hann er kallaður hefur haft brennandi áhuga á alheiminum frá því að hann man eftir sér. Hann er meðal annars ritstjóri Stjörnufræðivefsins og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Sævar hefur einstakt lag á að fræða börn og fullorðna um alheiminn og undur hans.


Leiðbeiningar vegna rafræns félagsskírteinis

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini inn á „Mínum síðum" á vef Verkfræðingafélagsins.

Til að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á „Mínar síður" með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Skírteinið er undir AFSLÆTTIR og einnig undir UPPLÝSINGAR.

Félagsskírteinið má til dæmis nota til þess að sanna félagsaðild sína og nýta sér ýmis afsláttarkjör sem félagsmönnum er boðið upp á. Allt um afsláttarkjörin má svo sjá inn á orlofsvefnum undir AFSLÁTTUR.

Ef skírteinið er sótt í tölvu þá kemur mynd af QR kóða.
Þeir sem eru með Android síma þurfa að niðurhala SmartWallet appinu. Eftir það er QR kóðinn skannaður í appinu. Apple notendur geta notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum og geta því skannað QR kóðann strax.

Ef þú sækir skírteinið beint í síma þá þurfa Android notendur að vera búnir að sækja SmartWallet appið en Apple notendur eru þegar með Wallet appið í símanum. Þegar skírteinið er sótt hleðst niður skrá í símann og eftir að það er búið er viðeigandi app opnað og þá á skírteinið að vera komið í veskið.

Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á skrifstofa@verktaekni.is


  • 27.8.2023, Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Fjölskyldudagur verkfræðinnar verður haldinn í fimmta sinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal sunnudaginn 27. ágúst. Dagurinn hefur verið einstaklega vel sóttur enda alltaf gaman í garðinum og Vísindasmiðjan einstaklega skemmtileg og fræðandi. Frítt verður í garðinn fyrir félagsmenn, maka og börn þeirra. Garðurinn er opinn frá kl. 10 - 17.

Vísindasmiðja Háskóla Íslands og Stjörnu-Svæar verða á staðnum frá kl. 12 - 15. 

Ekki þarf að skrá þátttöku. Framvísa á rafrænu félagsskírteini VFÍ við innganginn. Hámark fimm miðar í boði fyrir hvern félagsmann, aðgangur í tækin er innifalinn. Boðið verður upp á hressingu í garði á bak við skálann.

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini í símann á Mínum síðum á vef VFÍ. (Sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan).

Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans lyst.

Stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar eins og hann er kallaður hefur haft brennandi áhuga á alheiminum frá því að hann man eftir sér. Hann er meðal annars ritstjóri Stjörnufræðivefsins og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Sævar hefur einstakt lag á að fræða börn og fullorðna um alheiminn og undur hans.


Leiðbeiningar vegna rafræns félagsskírteinis

Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini inn á „Mínum síðum" á vef Verkfræðingafélagsins.

Til að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á „Mínar síður" með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Skírteinið er undir AFSLÆTTIR og einnig undir UPPLÝSINGAR.

Félagsskírteinið má til dæmis nota til þess að sanna félagsaðild sína og nýta sér ýmis afsláttarkjör sem félagsmönnum er boðið upp á. Allt um afsláttarkjörin má svo sjá inn á orlofsvefnum undir AFSLÁTTUR.

Ef skírteinið er sótt í tölvu þá kemur mynd af QR kóða.
Þeir sem eru með Android síma þurfa að niðurhala SmartWallet appinu. Eftir það er QR kóðinn skannaður í appinu. Apple notendur geta notað Apple Wallet appið sem er þegar í símanum og geta því skannað QR kóðann strax.

Ef þú sækir skírteinið beint í síma þá þurfa Android notendur að vera búnir að sækja SmartWallet appið en Apple notendur eru þegar með Wallet appið í símanum. Þegar skírteinið er sótt hleðst niður skrá í símann og eftir að það er búið er viðeigandi app opnað og þá á skírteinið að vera komið í veskið.

Ef einhverjar spurningar vakna eða eitthvað gengur ekki sem skyldi, hafið samband við skrifstofu með því að senda tölvupóst á skrifstofa@verktaekni.is