Flug á Íslandi í 100 ár

Ráðstefna á vegum Verkfræðingafélags Íslands.

  • 3.9.2019, 9:00 - 12:00, Hótel Natura

Þriðjudaginn 3. september mun Verkfræðingafélag Íslands halda ráðstefnu í tilefni af aldarafmæli flugs á Íslandi. Ráðstefnan verður á Hótel Natura - (Hótel Loftleiðir - Reykjavíkurflugvelli).

Dagskráin

Húsið opnar kl. 8:30 – heitt á könnunni.

Kl. 9:00 Setning. Formaður Verkfræðingafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir.

9:10 – 09:30 . Að fljúga í íslensku lofti. Leifur Magnússon, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum. 

9:30 – 9:50 Á flugið framtíð? Þorgeir Pálsson, fyrrv. flugmálastjóri, prófessor emeritus við HR. 

9:50 – 10:10 Þáttur verkfræði og tækni í flugvallagerð á Íslandi. Arnþór Gunnarsson, sagnfræðingur. 

10:10 – 10:40 Kaffihlé 

10:40– 11:00 Ný tækni. Verkfræðin tengd flugi á Íslandi. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. 

11:00 – 11:20 Orkuskipti og loftför - Framtíðin. Sveinn V. Ólafsson, flugvélaverkfræðingur hjá Jensen ráðgjöf. 

11:20 – 11:40 Þróun og staða alþjóðaflugs á Íslandi. – Helstu atriði flugstefnu. Ragnhildur Geirsdóttir, verkefnisstjóri starfshóps um flugrekstur og alþjóðaflugvelli í tengslum við mótun flugstefnu fyrir Ísland. 

Ráðstefnustjóri: Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður stuðningsdeildar flugreksturs hjá Icelandair. 

 Athugið að kl. 16 hefst athöfn í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli á vegum Flugmálafélags Íslands og ISAVIA þar sem 100 ára flugsögu á Íslandi verður minnst.

Öll velkomin með húsrúm leyfir. 

Samstarfsaðilar: Flugmálafélag Íslands, Samgöngustofa, ISAVIA, samgönguráðuneytið.

Um fyrsta flugið 1919

Flugvél hóf sig á loft í fyrsta skipti af íslenskri grundu miðvikudaginn 3. september 1919 úr Vatnsmýrinni sunnan við Reykjavík. Þarna var um að ræða tveggja sæta kennsluvél, AVRO 504K, sem upphaflega var í eigu breska flughersins og bar ennþá einkennismerki og raðnúmer flughersins, H2545. Eigendur vélarinnar voru nokkrir áhugamenn um flug sem að stofnað höfðu Flugfélag Íslands þá um vorið. Vélina keyptu þeir af Det Danske Luftfart Selskap, en það fyrirtæki hafði keypt þrjár slíkar vélar af breska flughernum. Flugmaðurinn sem flaug vélinni í fyrsta skipti hér á landi hét Cecil Faber og kom til landsins ásamt vélamanni mánuði fyrir fyrsta flugið, en vélin kom í pörtum með skipi.

Vélinni var flogið í rúmar þrjár vikur fyrsta árið og fór á þeim tíma 146 ferðir, sem flestar stóðu yfir í fimm mínútur. Aðeins var hægt að taka einn farþega í senn og greiddi hann 25 krónur fyrir flugferðina. Auk flugferðarinnar fékk farþeginn skjal, þar sem skráð var hve hátt vélin hafði flogið. Lengsta flugið þetta fyrsta árið var til Kaldaðarness í Flóa, þar sem vélin lenti 17. september. Daginn eftir var reynt að fljúga til Vestmannaeyja, en það tókst ekki vegna veðurs.
Eftir þennan reynslutíma var vélin tekin í sundur á nýjan leik og geymd í kössum yfir veturinn, en það var gert til þess að hún yrði ekki fyrir skemmdum yfir vetrartímann. Í júní árið 1920 hófst flugið að nýjum leik frá Vatnsmýrinni og var þá Vestur-Íslendingurinn Frank Frederickson fenginn til að fljúga vélinni.

hugi.is
Heimild: Flugsaga Íslands
Tekið af www.mbl.is


  • 3.9.2019, 9:00 - 12:00, Hótel Natura

Þriðjudaginn 3. september mun Verkfræðingafélag Íslands halda ráðstefnu í tilefni af aldarafmæli flugs á Íslandi. Ráðstefnan verður á Hótel Natura - (Hótel Loftleiðir - Reykjavíkurflugvelli).

Dagskráin

Húsið opnar kl. 8:30 – heitt á könnunni.

Kl. 9:00 Setning. Formaður Verkfræðingafélags Íslands. Svana Helen Björnsdóttir.

9:10 – 09:30 . Að fljúga í íslensku lofti. Leifur Magnússon, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum. 

9:30 – 9:50 Á flugið framtíð? Þorgeir Pálsson, fyrrv. flugmálastjóri, prófessor emeritus við HR. 

9:50 – 10:10 Þáttur verkfræði og tækni í flugvallagerð á Íslandi. Arnþór Gunnarsson, sagnfræðingur. 

10:10 – 10:40 Kaffihlé 

10:40– 11:00 Ný tækni. Verkfræðin tengd flugi á Íslandi. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair. 

11:00 – 11:20 Orkuskipti og loftför - Framtíðin. Sveinn V. Ólafsson, flugvélaverkfræðingur hjá Jensen ráðgjöf. 

11:20 – 11:40 Þróun og staða alþjóðaflugs á Íslandi. – Helstu atriði flugstefnu. Ragnhildur Geirsdóttir, verkefnisstjóri starfshóps um flugrekstur og alþjóðaflugvelli í tengslum við mótun flugstefnu fyrir Ísland. 

Ráðstefnustjóri: Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður stuðningsdeildar flugreksturs hjá Icelandair. 

 Athugið að kl. 16 hefst athöfn í Fluggörðum á Reykjavíkurflugvelli á vegum Flugmálafélags Íslands og ISAVIA þar sem 100 ára flugsögu á Íslandi verður minnst.

Öll velkomin með húsrúm leyfir. 

Samstarfsaðilar: Flugmálafélag Íslands, Samgöngustofa, ISAVIA, samgönguráðuneytið.

Um fyrsta flugið 1919

Flugvél hóf sig á loft í fyrsta skipti af íslenskri grundu miðvikudaginn 3. september 1919 úr Vatnsmýrinni sunnan við Reykjavík. Þarna var um að ræða tveggja sæta kennsluvél, AVRO 504K, sem upphaflega var í eigu breska flughersins og bar ennþá einkennismerki og raðnúmer flughersins, H2545. Eigendur vélarinnar voru nokkrir áhugamenn um flug sem að stofnað höfðu Flugfélag Íslands þá um vorið. Vélina keyptu þeir af Det Danske Luftfart Selskap, en það fyrirtæki hafði keypt þrjár slíkar vélar af breska flughernum. Flugmaðurinn sem flaug vélinni í fyrsta skipti hér á landi hét Cecil Faber og kom til landsins ásamt vélamanni mánuði fyrir fyrsta flugið, en vélin kom í pörtum með skipi.

Vélinni var flogið í rúmar þrjár vikur fyrsta árið og fór á þeim tíma 146 ferðir, sem flestar stóðu yfir í fimm mínútur. Aðeins var hægt að taka einn farþega í senn og greiddi hann 25 krónur fyrir flugferðina. Auk flugferðarinnar fékk farþeginn skjal, þar sem skráð var hve hátt vélin hafði flogið. Lengsta flugið þetta fyrsta árið var til Kaldaðarness í Flóa, þar sem vélin lenti 17. september. Daginn eftir var reynt að fljúga til Vestmannaeyja, en það tókst ekki vegna veðurs.
Eftir þennan reynslutíma var vélin tekin í sundur á nýjan leik og geymd í kössum yfir veturinn, en það var gert til þess að hún yrði ekki fyrir skemmdum yfir vetrartímann. Í júní árið 1920 hófst flugið að nýjum leik frá Vatnsmýrinni og var þá Vestur-Íslendingurinn Frank Frederickson fenginn til að fljúga vélinni.

hugi.is
Heimild: Flugsaga Íslands
Tekið af www.mbl.is