Fundur ÖVFÍ: Stöð í Stöðvarfirði
Á fundi Öldungadeildar VFÍ miðvikudaginn 6. nóvember mun Dr. Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur flytja fyrirlesturinn: Stöð í Stöðvarfirði.
Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Húsið opnar kl. 15:30 með kaffi og bakkelsi og fyrirlestur byrjar kl. 16:00.
Á hverju sumri undanfarin átta ár hafa fornleifafræðingar grafið í Stöð á Stöðvarfirði eftir að vísbendingar um landnámsskála fundust fyrst árið 2015. Undir skálanum leyndist enn eldri skáli, frá því fyrir eiginlegt landnám, þangað sem talið er að erlendur höfðingi hafi sent fólk yfir höfin að vinna lýsi og önnur verðmæti.
Úr fréttum RUV í maí 2023; „Ljóst er að þetta er með stærri fornleifauppgröftum hér á landi. Fjöldi gripa hefur fundist, svo sem um 180 perlur, silfurmynt og silfurskart, í landnámsskálanum og útstöðinni þar undir. Einnig gripir sem voru líklega til hvalskurðar og lýsisgerðar." - „Þetta er óvenju mikið af gripum. Þetta er alveg á pari við góðan uppgröft á höfðingjabýli í Skandinavíu,“ sagði Bjarni í viðtali við RUV.
Allir félagsmenn VFÍ og makar eru velkomnir á fundi Öldungadeildarinnar.