Gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana

Samlokufundur þriðjudaginn 12. febrúar kl. 12 - 13.

  • 12.2.2019, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9
  • Blyantarpm

Á Samlokufundi þriðjudaginn 12. febrúar mun Páll Kr. Pálsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri fjalla um gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9.

Páll gaf nýverið út bók um þetta efni. Þar er fjallað um það sem hafa þarf í huga við gerð rekstraráætlana í starfandi fyrirtækjum og gerð viðskiptaáætlana ef um viðskiptahugmynd er að ræða. Einnig er fjallað ítarlega um kostnaðarútreikninga og kostnaðargreiningar.

Bókinni fylgja þrjár fullmótaðar viðskiptaáætlanir í viðaukahefti. Markmið bókarinnar er að færa notendum hennar einfalda og handhæga „verkfærakistu“ við úrlausn verkefna á ofangreindum sviðum.

Bókin á að geta nýst frumkvöðlum, stjórnendum í starfandi fyrirtækjum, vísindamönnum sem stunda rannsóknir sem leiða eiga til hagnýtingar í atvinnulífinu og öllum öðrum sem hafa metnað og vilja til að láta drauma sína rætast á sviði viðskipta.

Að venju fá félagsmenn VFÍ ókeypis samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir. - Allir velkomnir!


  • 12.2.2019, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9

Á Samlokufundi þriðjudaginn 12. febrúar mun Páll Kr. Pálsson verkfræðingur og framkvæmdastjóri fjalla um gerð rekstrar- og viðskiptaáætlana. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9.

Páll gaf nýverið út bók um þetta efni. Þar er fjallað um það sem hafa þarf í huga við gerð rekstraráætlana í starfandi fyrirtækjum og gerð viðskiptaáætlana ef um viðskiptahugmynd er að ræða. Einnig er fjallað ítarlega um kostnaðarútreikninga og kostnaðargreiningar.

Bókinni fylgja þrjár fullmótaðar viðskiptaáætlanir í viðaukahefti. Markmið bókarinnar er að færa notendum hennar einfalda og handhæga „verkfærakistu“ við úrlausn verkefna á ofangreindum sviðum.

Bókin á að geta nýst frumkvöðlum, stjórnendum í starfandi fyrirtækjum, vísindamönnum sem stunda rannsóknir sem leiða eiga til hagnýtingar í atvinnulífinu og öllum öðrum sem hafa metnað og vilja til að láta drauma sína rætast á sviði viðskipta.

Að venju fá félagsmenn VFÍ ókeypis samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir. - Allir velkomnir!