Haustfundur Byggingarstaðalráðs

Tveir áhugaverðir fyrirlestrar vistvænni steypuframkvæmdir og rannsóknir í mannvirkjagerð.

  • 29.11.2022, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9

Byggingarstaðlaráð í samstarfi við VFÍ boðar til haustfundar þriðjudaginn 29. nóvember í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12-13. Allir velkomnir.

Streymt verður frá fundinum og verður hægt að nálgast hlekkinn á vef VFÍ og á Facebooksíðu félagsins.  Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).

Streymi

Dagskrá:

„Þegar núllið verður ætlunarverkið. - Vegferðin að vistvænni steypuframkvæmdum."

Fyrirlesari: Sigríður Ósk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteinn ehf. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í margvíslegum verkefnum tengt sjálfbærni og vistvænni mannvirkjagerð. Hún hefur starfað sem dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi í sjálfbærnimálum tengdum bygginga- og mannvirkjagerð hjá VSÓ Ráðgjöf. Sigríður er doktor í byggingarverkfræði.

Um fyrirlesturinn: Sigríður fjallar um vegferð Hornsteins í átt að vistvænni steypuframkvæmdum. Hornsteinn á og rekur þrjú dótturfélög, Björgun, BM Vallá og Sementsverksmiðjuna. Steinsteypa er ábyrg fyrir 5 – 8% af kolefnislosun á heimsvísu og á sement stærstan hlut að því. Markmið Hornsteins/BM Vallá er að árið 2030 verði kolefnislosun steypuframleiðslunnar orðin kolefnishlutlaus.

HMS - Rannsóknir í mannvirkjagerð

Fyrirlesari:Þórunn Sigurðardóttir sérfræðingur á sviði nýsköpunar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Um fyrirlesturinn: HMS vill eiga samtal við hagsmunaaðila í mannvirkjagerð varðandi rannsóknir á því sviði. Nú, rúmu ári eftir niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, er tímabært að skoða hvernig markaðurinn hefur tekið við rannsóknum í mannvirkjagerð og meta hvort þörf sé á frekari aðgerðum. Að samtali loknu mun HMS meta hvort þörf sé á að móta tillögur að bættu rannsóknarumhverfi og leggja fyrir stjórnvöld.


  • 29.11.2022, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9

Byggingarstaðlaráð í samstarfi við VFÍ boðar til haustfundar þriðjudaginn 29. nóvember í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 12-13. Allir velkomnir.

Streymt verður frá fundinum og verður hægt að nálgast hlekkinn á vef VFÍ og á Facebooksíðu félagsins.  Í boði verður að senda spurningar í gegnum spjallið á rásinni á meðan á viðburðinum stendur. (Ef smellt er á Vimeo merkið neðst til hægri, birtist skjár með spjallinu hægra megin).

Streymi

Dagskrá:

„Þegar núllið verður ætlunarverkið. - Vegferðin að vistvænni steypuframkvæmdum."

Fyrirlesari: Sigríður Ósk Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri umhverfismála hjá Eignarhaldsfélaginu Hornsteinn ehf. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í margvíslegum verkefnum tengt sjálfbærni og vistvænni mannvirkjagerð. Hún hefur starfað sem dósent við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og ráðgjafi í sjálfbærnimálum tengdum bygginga- og mannvirkjagerð hjá VSÓ Ráðgjöf. Sigríður er doktor í byggingarverkfræði.

Um fyrirlesturinn: Sigríður fjallar um vegferð Hornsteins í átt að vistvænni steypuframkvæmdum. Hornsteinn á og rekur þrjú dótturfélög, Björgun, BM Vallá og Sementsverksmiðjuna. Steinsteypa er ábyrg fyrir 5 – 8% af kolefnislosun á heimsvísu og á sement stærstan hlut að því. Markmið Hornsteins/BM Vallá er að árið 2030 verði kolefnislosun steypuframleiðslunnar orðin kolefnishlutlaus.

HMS - Rannsóknir í mannvirkjagerð

Fyrirlesari:Þórunn Sigurðardóttir sérfræðingur á sviði nýsköpunar hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Um fyrirlesturinn: HMS vill eiga samtal við hagsmunaaðila í mannvirkjagerð varðandi rannsóknir á því sviði. Nú, rúmu ári eftir niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, er tímabært að skoða hvernig markaðurinn hefur tekið við rannsóknum í mannvirkjagerð og meta hvort þörf sé á frekari aðgerðum. Að samtali loknu mun HMS meta hvort þörf sé á að móta tillögur að bættu rannsóknarumhverfi og leggja fyrir stjórnvöld.