Heimsókn til geoSilica

Framleiðslustöð við Hellisheiðarvirkjun

  • 22.11.2017, 16:30 - 19:30, Hellisheiðarvirkjun.

geosilicalHeimsókn í framleiðslustöð geoSilica við Hellisheiðarvirkjun, miðvikudaginn 22. nóvember. Farið verður með rútu frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9,  kl. 16:30 og reiknað með að koma aftur í bæinn milli 19 og 19:30. Heimsóknin er á vegum Kvennanefndar VFÍ en allir félagsmenn, karlar jafnt sem konur, eru velkomnir. Ferðin er í boði VFÍ.

Skráning í viðburðinn er hér: https://goo.gl/forms/X50CzdzfoeZEs6b52

geoSilica, sem stofnað var árið 2012, hefur þróað tveggja þrepa aðferð til að framleiða kísilsteinefni úr jarðhitavatni við Hellisheiðarvirkjun. Aðferðin er einstök í heiminum og sprottin upp úr hugviti þeirra Fida Abu Libdeh og Burkna Pálssonar er þau unnu að lokaverkefnum sínum í orku- og umhverfistæknifræði við Háskóla Íslands. Fyrirtækið vex hratt og hefur til að mynda markaðssett fjórar vörur og margfaldað sölu sína á örfáum árum.

Fida, framkvæmdastjóri geoSilica, mun taka á móti hópnum og kynna framleiðsluferlið í húsakynnum Jarðhitasýningar ON við Hellisheiðarvirkjun. Þá verður framleiðsluaðstaða fyrirtækisins skoðuð auk þess sem framleiðsluferlinu er lýst. Við endum heimsóknina á léttu spjalli og gómsætum veitingum.

Látið þessa spennandi heimsókn í íslenskt frumkvöðlafyrirtæki ekki framhjá ykkur fara! 


  • 22.11.2017, 16:30 - 19:30, Hellisheiðarvirkjun.

geosilicalHeimsókn í framleiðslustöð geoSilica við Hellisheiðarvirkjun, miðvikudaginn 22. nóvember. Farið verður með rútu frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9,  kl. 16:30 og reiknað með að koma aftur í bæinn milli 19 og 19:30. Heimsóknin er á vegum Kvennanefndar VFÍ en allir félagsmenn, karlar jafnt sem konur, eru velkomnir. Ferðin er í boði VFÍ.

Skráning í viðburðinn er hér: https://goo.gl/forms/X50CzdzfoeZEs6b52

geoSilica, sem stofnað var árið 2012, hefur þróað tveggja þrepa aðferð til að framleiða kísilsteinefni úr jarðhitavatni við Hellisheiðarvirkjun. Aðferðin er einstök í heiminum og sprottin upp úr hugviti þeirra Fida Abu Libdeh og Burkna Pálssonar er þau unnu að lokaverkefnum sínum í orku- og umhverfistæknifræði við Háskóla Íslands. Fyrirtækið vex hratt og hefur til að mynda markaðssett fjórar vörur og margfaldað sölu sína á örfáum árum.

Fida, framkvæmdastjóri geoSilica, mun taka á móti hópnum og kynna framleiðsluferlið í húsakynnum Jarðhitasýningar ON við Hellisheiðarvirkjun. Þá verður framleiðsluaðstaða fyrirtækisins skoðuð auk þess sem framleiðsluferlinu er lýst. Við endum heimsóknina á léttu spjalli og gómsætum veitingum.

Látið þessa spennandi heimsókn í íslenskt frumkvöðlafyrirtæki ekki framhjá ykkur fara!