IMaR 2022 Nýsköpun - Risaverkefni - Áhætta

Nýsköpun - Risaframkvæmdir - Áhætta

  • 20.10.2022 - 21.10.2022, Hilton Reykjavík Nordica
  • Esja

Háskólinn í Reykjavík og Verkfræðingafélag Íslands standa í sameiningu fyrir ráðstefnunni IMaR 2022, fyrstu ráðstefnunni hér á landi um nýsköpun, risaverkefni og áhættu. IMaR 2022 er vettvangur til að miðla  þekkingu og reynslu innan og milli atvinnulífs og háskóla. VFÍ fagnar 110 ára afmæli á þessu ári og er ráðstefnan haldin í tengslum við Dag verkfræðinnar. 

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 20.-21. október 2022.

Áskoranir framtíðarinnar krefjast nýsköpunar, nýrra hugmynda og tækni, nýrra og sjálfbærra lausna og nýrra aðferða. Framundan eru mörg risaverkefni en áhætta fylgir þeim; áhætta sem stafar af flóknum samskiptum og verkferlum.  Aðlögunarhæfni og framtíðarsýn hefur beint mörgum atvinnugreinum í átt að sveigjanlegu og lipru skipulagi sem ýtir undir nýsköpun, sköpunargáfu en styrkir samtímis reglu og ábyrgð. Þessir eiginleikar eru nauðsynlegir til að ná árangri í heimi sem er sífellt áhættusamari, sveiflukenndari og flóknari. 

Markmið IMaR ráðstefnunnar er að skapa fræðimönnum vettvang þar sem þeir geta kynnt nýja þekkingu til að auka skilning okkar á stjórnunar- og skipulagsáskorunum. Ennfremur er sérfræðingum í iðnaði á sviði verkfræði, hagfræði, orku, bygginga og sjálfbærrar framleiðslu gefinn vettvangur til að deila reynslu sinni og sýn á verkefnastýrðar framtíðaráskoranir. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnurnar má finna á heimasíðu IsMaR.


  • 20.10.2022 - 21.10.2022, Hilton Reykjavík Nordica

Háskólinn í Reykjavík og Verkfræðingafélag Íslands standa í sameiningu fyrir ráðstefnunni IMaR 2022, fyrstu ráðstefnunni hér á landi um nýsköpun, risaverkefni og áhættu. IMaR 2022 er vettvangur til að miðla  þekkingu og reynslu innan og milli atvinnulífs og háskóla. VFÍ fagnar 110 ára afmæli á þessu ári og er ráðstefnan haldin í tengslum við Dag verkfræðinnar. 

Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 20.-21. október 2022.

Áskoranir framtíðarinnar krefjast nýsköpunar, nýrra hugmynda og tækni, nýrra og sjálfbærra lausna og nýrra aðferða. Framundan eru mörg risaverkefni en áhætta fylgir þeim; áhætta sem stafar af flóknum samskiptum og verkferlum.  Aðlögunarhæfni og framtíðarsýn hefur beint mörgum atvinnugreinum í átt að sveigjanlegu og lipru skipulagi sem ýtir undir nýsköpun, sköpunargáfu en styrkir samtímis reglu og ábyrgð. Þessir eiginleikar eru nauðsynlegir til að ná árangri í heimi sem er sífellt áhættusamari, sveiflukenndari og flóknari. 

Markmið IMaR ráðstefnunnar er að skapa fræðimönnum vettvang þar sem þeir geta kynnt nýja þekkingu til að auka skilning okkar á stjórnunar- og skipulagsáskorunum. Ennfremur er sérfræðingum í iðnaði á sviði verkfræði, hagfræði, orku, bygginga og sjálfbærrar framleiðslu gefinn vettvangur til að deila reynslu sinni og sýn á verkefnastýrðar framtíðaráskoranir. 

Nánari upplýsingar um ráðstefnurnar má finna á heimasíðu IsMaR.