Kynning fyrir nemendur í HR
VFÍ - kjaramál og vinnumarkaðurinn.
Í hádeginu miðvikudaginn 10. maí munu fulltrúar frá Verkfræðingafélagi Íslands kynna félagið og þá sérstaklega þjónustu þess á sviði kjaramála og stöðuna á vinnumarkaði.
Kynningin verður í V101 kl. 12-13.
Boðið verður upp á samlokur og gos.
Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands sameinuðust um síðustu áramót. Við minnum á að nemar í verkfræði og tæknifræði geta orðið ungfélagar í VFÍ á meðan þeir eru í námi.
Ungfélagar eru gjaldfríir en geta nýtt sér ýmsa þjónustu félagsins.