Ljós: Heilsa og lífsgæði í manngerðu umhverfi
Samlokufundur um áhrif ljóss á heilsu og lífsgæði.
Á Samlokufundi fimmtudaginn 28. janúar mun Ásta Logadóttir verkfræðingur og lýsingarsérfræðingur hjá Lotu verkfræðistofu fjalla um heilsu og lífsgæði í manngerðu umhverfi með tillti til ljóss og birtuskilyrða.
Ásta hefur í viðtölum og blaðagreinum hvatt til þess að skýrt verði kveðið á um rétt fólks til dagsbirtu og sólarljóss í byggingareglugerð. Hún hefur lýst áhyggjum af breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 - 2040 og að Íslendingar séu aftarlega á merinni í þessum efnum.
Ásta telur nauðsynlegt að skoða hvað í umhverfinu hindri aðkomu dagsbirtunnar, það geti verið nálægar háar byggingar, fjarlægð milli húsa, staðsetning svala ofan við glugga eða veggir sem hindri ljósið.