Mikilvægi þrautseigju - STREYMI

Temjum hugann til hugrekkis.

  • 25.3.2025, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Á Samlokufundi þriðjudaginn 25. mars kl. 12-13 mun Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi fjalla um mikilvægi þrautseigju í lífi og starfi og leiðir til að efla hana.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Streymt verður frá fundinum. Fyrir þau sem mæta á staðinn verða samlokur og drykkir í boði VFÍ.

HLEKKUR Á STREYMI

Í þessu fræðsluerindi verður fjallað um hvernig má þjálfa þrautseigju. Túlkun okkar og viðbragð spilar aðalhlutverkið þegar þrautseigja er annars vegar og ef við getum tamið hugann til hugrekkis, náum við að efla þrautseigjuna.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi?
  • Hver er munurinn á þrautseigjuþjálfun og streitustjórnun?
  • Hvers vegna er þrautseigja mikilvæg í landslagi breytinga?
  • Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði?

Sú nálgun sem kynnt verður á fundinum er byggð á rannsóknum á þrautseigju innan taugavísinda, hugrænnar athyglismeðferðar og jákvæðrar sálfræði. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama um betri líðan og aukna þrautseigju.

Með auknum skilningi á ástandinu, þekkingu á eigin getu má auka streituþol og efla starfsþrótt.


  • 25.3.2025, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Á Samlokufundi þriðjudaginn 25. mars kl. 12-13 mun Guðrún Snorradóttir stjórnendaþjálfi fjalla um mikilvægi þrautseigju í lífi og starfi og leiðir til að efla hana.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Streymt verður frá fundinum. Fyrir þau sem mæta á staðinn verða samlokur og drykkir í boði VFÍ.

HLEKKUR Á STREYMI

Í þessu fræðsluerindi verður fjallað um hvernig má þjálfa þrautseigju. Túlkun okkar og viðbragð spilar aðalhlutverkið þegar þrautseigja er annars vegar og ef við getum tamið hugann til hugrekkis, náum við að efla þrautseigjuna.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað er þrautseigja og hvernig aukið þið hana í eigin lífi?
  • Hver er munurinn á þrautseigjuþjálfun og streitustjórnun?
  • Hvers vegna er þrautseigja mikilvæg í landslagi breytinga?
  • Hvaða þættir stuðla að þrautseigju og hvaða verkfæri eru í boði?

Sú nálgun sem kynnt verður á fundinum er byggð á rannsóknum á þrautseigju innan taugavísinda, hugrænnar athyglismeðferðar og jákvæðrar sálfræði. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama um betri líðan og aukna þrautseigju.

Með auknum skilningi á ástandinu, þekkingu á eigin getu má auka streituþol og efla starfsþrótt.