Námskeið: Hver stjórnar tíma þínum?

  • 28.10.2020, 13:00 - 16:30, Fjarfundur - Teams/Zoom.

Þau sem vilja taka þátt í námskeiðinu eru beðin um að skrá sig með því að senda tölvupóst: hulda@verktaekni.is

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn o.fl. Sérstaklega verður fjallað um áskoranir þess að vinna heima. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja læra aðferðir til að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún gaf út bókina Tímastjórnun í starfi og einkalífi árið 2006.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu: 

  • Ytri og innri tímaþjófar.
  •  Greining á tímavörslu.
  • Forgangsröðun.
  •  Skipulagning og áætlanagerð.
  • Truflanir af ýmsum toga.
  • Að segja nei. 

Ávinningur:

  • Betri skipulagning á eigin vinnu.
  • Betri forgangsröðun verkefna.
  • Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin.
  • Meiri árangur og margfalt meiri afköst.

 


  • 28.10.2020, 13:00 - 16:30, Fjarfundur - Teams/Zoom.

Þau sem vilja taka þátt í námskeiðinu eru beðin um að skrá sig með því að senda tölvupóst: hulda@verktaekni.is

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn o.fl. Sérstaklega verður fjallað um áskoranir þess að vinna heima. Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja læra aðferðir til að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Hún gaf út bókina Tímastjórnun í starfi og einkalífi árið 2006.

Meðal þess sem tekið er fyrir á námskeiðinu: 

  • Ytri og innri tímaþjófar.
  •  Greining á tímavörslu.
  • Forgangsröðun.
  •  Skipulagning og áætlanagerð.
  • Truflanir af ýmsum toga.
  • Að segja nei. 

Ávinningur:

  • Betri skipulagning á eigin vinnu.
  • Betri forgangsröðun verkefna.
  • Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin.
  • Meiri árangur og margfalt meiri afköst.