Námskeið í launaviðtölum

Að semja um hærri laun.

  • 14.11.2019, 13:00 - 16:00, Engjateigur 9
  • Stigi.pmjpg

Færri  komust að en vildu á námskeið í launaviðtölum sem haldið var nýlega. Þess vegna var ákveðið að endurtaka leikinn. Námskeiðið verður haldið í Verkfræðingahúsi, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13-16. Leiðbeinandi er sem fyrr Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

Þeir sem eru á biðlista hafa forgang og eru vinsamlega beðnir um að láta vita sem fyrst hvort þeir hyggjast nota þetta tækifæri og sækja námskeiðið.

Starfsmaður hefur samningsbundinn rétt á viðtali við yfirmann sinn einu sinni á ári um störf sín og mögulega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali á að veita það innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins á að liggja fyrir innan mánaðar.

Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi.

Launaviðtalið þarf ekki eingöngu að snúast um launin. Sumir kjósa að semja um önnur starfskjör eins og sveigjanlegan vinnutíma, fleiri orlofsdaga, námsstyrk, ferðastyrk, bifreiðastyrk o.fl.

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og er skráning með tölvupósti: kjaramal@verktaekni.is


  • 14.11.2019, 13:00 - 16:00, Engjateigur 9

Færri  komust að en vildu á námskeið í launaviðtölum sem haldið var nýlega. Þess vegna var ákveðið að endurtaka leikinn. Námskeiðið verður haldið í Verkfræðingahúsi, fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13-16. Leiðbeinandi er sem fyrr Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskipta- og hagfræðideild HÍ.

Þeir sem eru á biðlista hafa forgang og eru vinsamlega beðnir um að láta vita sem fyrst hvort þeir hyggjast nota þetta tækifæri og sækja námskeiðið.

Starfsmaður hefur samningsbundinn rétt á viðtali við yfirmann sinn einu sinni á ári um störf sín og mögulega leiðréttingu á starfskjörum. Óski starfsmaður eftir viðtali á að veita það innan tveggja mánaða og niðurstaða viðtalsins á að liggja fyrir innan mánaðar.

Í launaviðtali er ekki einungis verið að semja um laun heldur einnig um vinnuframlag og mikilvægi starfsmannsins og horft til þeirra þátta er snúa að starfsumgjörð viðkomandi.

Launaviðtalið þarf ekki eingöngu að snúast um launin. Sumir kjósa að semja um önnur starfskjör eins og sveigjanlegan vinnutíma, fleiri orlofsdaga, námsstyrk, ferðastyrk, bifreiðastyrk o.fl.

Takmarkaður fjöldi er á námskeiðið og er skráning með tölvupósti: kjaramal@verktaekni.is