Tímabil risaverkefna er að hefjast

Mörg stór innviðaverkefni eru framundan.

  • 17.3.2021, 12:00 - 13:00, Fjarfundur - Teams/Zoom.

MPM námið við HR og CORDA rannsóknasetrið við HR, í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands, halda hádegisfund um risaverkefni 17. mars klukkan 12:00. Fundurinn fer fram á Zoom og verður slóðin hér.

Risaverkefni (megaproject) eru skilgreind sem „stór, umfangsmikil verkefni, stofnkostnaður talinn í tugum eða hundruðum milljarða, margra ára verktími, margir þátttakendur, verkefnin fela í sér viðamiklar breytingar og hafa áhrif á fjölda fólks.“ Mörg afar stór innviðaverkefni eru nú í undirbúningi og sum þegar í framkvæmd á Íslandi. Nefna má Borgarlínu, nýjan Landspítala, Sundabraut, hátækni sorpbrennslu og flugvöll í Hvassahrauni sem dæmi um slík risaverkefni. Fjárhagslegt umfang þessara verkefna gæti numið allt að 1.000 milljörðum króna og því er mikið í húfi að vel takist til við undirbúning og framkvæmd.

Á hádegisfundinum mun Alfons van Marewijk, prófessor í framkvæmdafræði við Delft háskólann í Hollandi, fjalla um einkenni risaverkefna og hvað sagan segir okkur um helstu mistök sem menn hafa gert í undirbúningi og framkvæmd þeirra. Einnig mun Werner Rothengatter, prófessor við háskólann í Karslruhe í Þýskalandi, ávarpa fundinn stuttlega, en hann er einn höfunda tímamótabókarinnar "Megaprojects and risk" sem kom út 2003. Mikill fengur er að þessum fyrirlesurum sem eru í hópi helstu sérfræðinga heims um risaverkefni.

Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson stýra fundinum ásamt Svönu Helen Björnsdóttur formanni Verkfræðingafélagsins og munu þau stýra stuttum umræðum í síðasta hluta fundarins og svara spurningum sem fundargestir geta borið fram skriflega á meðan á kynningum framsögumanna stendur.


  • 17.3.2021, 12:00 - 13:00, Fjarfundur - Teams/Zoom.

MPM námið við HR og CORDA rannsóknasetrið við HR, í samvinnu við Verkfræðingafélag Íslands, halda hádegisfund um risaverkefni 17. mars klukkan 12:00. Fundurinn fer fram á Zoom og verður slóðin hér.

Risaverkefni (megaproject) eru skilgreind sem „stór, umfangsmikil verkefni, stofnkostnaður talinn í tugum eða hundruðum milljarða, margra ára verktími, margir þátttakendur, verkefnin fela í sér viðamiklar breytingar og hafa áhrif á fjölda fólks.“ Mörg afar stór innviðaverkefni eru nú í undirbúningi og sum þegar í framkvæmd á Íslandi. Nefna má Borgarlínu, nýjan Landspítala, Sundabraut, hátækni sorpbrennslu og flugvöll í Hvassahrauni sem dæmi um slík risaverkefni. Fjárhagslegt umfang þessara verkefna gæti numið allt að 1.000 milljörðum króna og því er mikið í húfi að vel takist til við undirbúning og framkvæmd.

Á hádegisfundinum mun Alfons van Marewijk, prófessor í framkvæmdafræði við Delft háskólann í Hollandi, fjalla um einkenni risaverkefna og hvað sagan segir okkur um helstu mistök sem menn hafa gert í undirbúningi og framkvæmd þeirra. Einnig mun Werner Rothengatter, prófessor við háskólann í Karslruhe í Þýskalandi, ávarpa fundinn stuttlega, en hann er einn höfunda tímamótabókarinnar "Megaprojects and risk" sem kom út 2003. Mikill fengur er að þessum fyrirlesurum sem eru í hópi helstu sérfræðinga heims um risaverkefni.

Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson stýra fundinum ásamt Svönu Helen Björnsdóttur formanni Verkfræðingafélagsins og munu þau stýra stuttum umræðum í síðasta hluta fundarins og svara spurningum sem fundargestir geta borið fram skriflega á meðan á kynningum framsögumanna stendur.