Rýniferðin 2024 - kynningarfundur
Í Verkfræðingahúsi og í streymi.
Kynningarfundur vegna Rýniferðarinnar 2024 til Istanbúl verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 17 þriðjudaginn 10. september. Fundurinn verður í streymi.
Á fundinum verður farið gegnum dagskrá ferðarinnar auk þess sem Hjörleifur Sveinbjörnsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir rekja sögu Tyrklands/ Istanbúl í stuttu máli.
Þá verður einnig farið gegnum ýmis praktísk atriði vegna ferðarinnar.