Rýnisferð til Riga

Dagana 23. - 27. september

  • 23.9.2017 - 29.9.2017, Engjateigur 9
  • Riga Lettlandi

Frá 1998 skipulagði TFÍ árlega svokallaðar RÝNISFERÐIR  fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem nutu mikilla vinsælda. Við sameiningu VFÍ og TFÍ verður ekki breyting þar á. Nú er stefnt á Rýnisferð í haust til Riga í Lettlandi dagana 23. - 27. september.

Ferðatilhögun: 

Flogið frá Keflavík  til Riga  laugardaginn 23. september kl. 14:45. Flugtími 3.5 klst.
Farið með rútu á hótel, 20 mínútna akstur frá flugvelli. Gist verður á Tallink Hotel Riga sem er fjögurra stjörnu hótel og staðsett í miðbæ Riga.

Flogið heim frá Riga miðvikudaginn 27. september  kl. 12:50.

Dagskrá ferðar, birt  með fyrirvara um breytingar:

Sunnudagur 24. september
Riga LettlandiSkoðunarferð um Riga (4 klst), íslensk fararstjórn. Lögð áhersla á sögulega hlið Riga með miðbæ borgarinnar og gamla bæinn í öndvegi. Í miðbænum skoðum  við Monument of Liberty, Latvian National Opera House, Boulevard Semi-Circle og Art Nouveau svæði. Gamli bærinn færir þig aftur 800 ár í tíma. Í ferðinni verður einnig stoppað við áberandi perlur í arkitektúr borgarinnar.

Mánudagur 25. september og þriðjudagur 26. september
Heimsóknir á  byggingastaði og í framleiðslufyrirtæki. Meðal annars  verður  farið á stóran byggingastað þar sem  Kolbeinn Kolbeinsson staðaverkfræðingur mun taka á móti hópnum. Gert er ráð fyrir skoðunarferðum frá kl 9:30 til 15:30 báða dagana.

Mánudagskvöldið 25. september  verður  sameiginlegur kvöldverður á góðum veitingastað í miðbæ Riga.

Kostnaður:
Kostnaður við ferðina er áætlaður um 130  þús. kr. í tveggja manna herbergi og um  145 þús. kr. í eins manns herbergi. Innifalið  flug, hótelgisting með morgunmat,  rúta til og frá flugvelli, sameiginlegur kvöldverður,  hádegisverður, skoðunarferðir o.fl.


Skráning hefst þriðjudaginn 25. apríl kl. 9:00. Senda skal tölvupóst á netfangið:
skrifstofa@verktaekni.is. Gert er ráð fyrir að hámarki 54 þátttakendum. Við röðun skráningar gildir fyrstur skráir, fyrstur fær.  Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram við skráningu: Nafn – Kennitala – Netfang.

Athugið að skráningar sem berast fyrir þennan tíma eru ekki teknar gildar.   

2. maí verður send út beiðni um  greiðslu staðfestingargjalds sem er kr. 30.000 á farþega sem greiða skal innan sjö daga. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt nema takist að fylla sæti þeirra sem forfallast.

Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum VFÍ ásamt mökum. Gert er ráð fyrir að kynningarfundur fyrir þátttakendur verði í lok ágúst.

Fararstjórn:
Hreinn Ólafsson
Jóhannes Benediktsson

Riga Menningarborg Evrópu 2017

Riga er rekur uppruna sinn til ársins 1201. Þar er gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Í Riga er rótgróin menning, söfn, fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði. Í Riga eru glæsileg dæmi um Art Noveau eða Jugend byggingarlist. Þá er næturlíf Riga þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Riga LettlandiEftir að hafa verið undir erlendu hervaldi í um 700 ár varð Lettland fullvalda ríki 1991. Síðan þá hefur landið þróast hratt og miðpunkturinn í þeirri þróun er höfuðborgin Riga með um 750 þúsund íbúa, sú stærsta í Eystrasaltslöndunum. Áður en Sovétríkin hertóku Lettland var Riga ein af áhrifamestu viðskiptaborgum Norður Evrópu. Borgin er staðsett við Daugava ána beggja vegna sem skiptir borginni í tvo hluta, gamla bæinn og þann nýja eða Pardaugava. Fjórar brýr tengja borgarhlutana saman. Áin Daugava var fyrr á öldum mikilvæg fyrir víkingana, þar hófu þeir yfirreið í austurátt.

Riga LettlandiGamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast á milli í gamla hluta Riga á steinilögðum strætum þar sem sagan liggur í loftinu. Þar ber hæst kastalann í Riga, kirkju heilags Péturs og dómkirkjuna. Gamli bærinn í Riga er augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu

Í dag er Riga  nútímaborg  borg í örri þróun sem hefur margt að bjóða. Tónlist skipar þar veglegan sess, hvort sem það eru tónlistarhátíðir, þjóðlagatónlist eða nútíma danstónlist. Opin svæði eru víða með fallegum görðum og vel hefur tekist til við að samræma náttúruna og byggðina í kring.


  • 23.9.2017 - 29.9.2017, Engjateigur 9

Frá 1998 skipulagði TFÍ árlega svokallaðar RÝNISFERÐIR  fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem nutu mikilla vinsælda. Við sameiningu VFÍ og TFÍ verður ekki breyting þar á. Nú er stefnt á Rýnisferð í haust til Riga í Lettlandi dagana 23. - 27. september.

Ferðatilhögun: 

Flogið frá Keflavík  til Riga  laugardaginn 23. september kl. 14:45. Flugtími 3.5 klst.
Farið með rútu á hótel, 20 mínútna akstur frá flugvelli. Gist verður á Tallink Hotel Riga sem er fjögurra stjörnu hótel og staðsett í miðbæ Riga.

Flogið heim frá Riga miðvikudaginn 27. september  kl. 12:50.

Dagskrá ferðar, birt  með fyrirvara um breytingar:

Sunnudagur 24. september
Riga LettlandiSkoðunarferð um Riga (4 klst), íslensk fararstjórn. Lögð áhersla á sögulega hlið Riga með miðbæ borgarinnar og gamla bæinn í öndvegi. Í miðbænum skoðum  við Monument of Liberty, Latvian National Opera House, Boulevard Semi-Circle og Art Nouveau svæði. Gamli bærinn færir þig aftur 800 ár í tíma. Í ferðinni verður einnig stoppað við áberandi perlur í arkitektúr borgarinnar.

Mánudagur 25. september og þriðjudagur 26. september
Heimsóknir á  byggingastaði og í framleiðslufyrirtæki. Meðal annars  verður  farið á stóran byggingastað þar sem  Kolbeinn Kolbeinsson staðaverkfræðingur mun taka á móti hópnum. Gert er ráð fyrir skoðunarferðum frá kl 9:30 til 15:30 báða dagana.

Mánudagskvöldið 25. september  verður  sameiginlegur kvöldverður á góðum veitingastað í miðbæ Riga.

Kostnaður:
Kostnaður við ferðina er áætlaður um 130  þús. kr. í tveggja manna herbergi og um  145 þús. kr. í eins manns herbergi. Innifalið  flug, hótelgisting með morgunmat,  rúta til og frá flugvelli, sameiginlegur kvöldverður,  hádegisverður, skoðunarferðir o.fl.


Skráning hefst þriðjudaginn 25. apríl kl. 9:00. Senda skal tölvupóst á netfangið:
skrifstofa@verktaekni.is. Gert er ráð fyrir að hámarki 54 þátttakendum. Við röðun skráningar gildir fyrstur skráir, fyrstur fær.  Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram við skráningu: Nafn – Kennitala – Netfang.

Athugið að skráningar sem berast fyrir þennan tíma eru ekki teknar gildar.   

2. maí verður send út beiðni um  greiðslu staðfestingargjalds sem er kr. 30.000 á farþega sem greiða skal innan sjö daga. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt nema takist að fylla sæti þeirra sem forfallast.

Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum VFÍ ásamt mökum. Gert er ráð fyrir að kynningarfundur fyrir þátttakendur verði í lok ágúst.

Fararstjórn:
Hreinn Ólafsson
Jóhannes Benediktsson

Riga Menningarborg Evrópu 2017

Riga er rekur uppruna sinn til ársins 1201. Þar er gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Í Riga er rótgróin menning, söfn, fallegar byggingar, listviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði. Í Riga eru glæsileg dæmi um Art Noveau eða Jugend byggingarlist. Þá er næturlíf Riga þekkt fyrir að vera fjörugt og dregur til sín fjölda fólks víða að.

Riga LettlandiEftir að hafa verið undir erlendu hervaldi í um 700 ár varð Lettland fullvalda ríki 1991. Síðan þá hefur landið þróast hratt og miðpunkturinn í þeirri þróun er höfuðborgin Riga með um 750 þúsund íbúa, sú stærsta í Eystrasaltslöndunum. Áður en Sovétríkin hertóku Lettland var Riga ein af áhrifamestu viðskiptaborgum Norður Evrópu. Borgin er staðsett við Daugava ána beggja vegna sem skiptir borginni í tvo hluta, gamla bæinn og þann nýja eða Pardaugava. Fjórar brýr tengja borgarhlutana saman. Áin Daugava var fyrr á öldum mikilvæg fyrir víkingana, þar hófu þeir yfirreið í austurátt.

Riga LettlandiGamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast á milli í gamla hluta Riga á steinilögðum strætum þar sem sagan liggur í loftinu. Þar ber hæst kastalann í Riga, kirkju heilags Péturs og dómkirkjuna. Gamli bærinn í Riga er augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu

Í dag er Riga  nútímaborg  borg í örri þróun sem hefur margt að bjóða. Tónlist skipar þar veglegan sess, hvort sem það eru tónlistarhátíðir, þjóðlagatónlist eða nútíma danstónlist. Opin svæði eru víða með fallegum görðum og vel hefur tekist til við að samræma náttúruna og byggðina í kring.