Samlokufundur: Algilt sjálfbærnimat

Fyrirlesari: Dr. Michael Zwicky Hauschild, prófessor við DTU.

  • 24.10.2025, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Sjálfbærnisetur Háskólans í Reykjavík (Sustainability Institute and Forum, SIF) og Verkfræðingafélag Íslands standa að komu prófessors Dr. Michael Zwicky Hauschild til Íslands til að halda opið erindi og stýra vinnustofu.

Á Samlokufundi föstudaginn 24. október mun Dr. Michael Zwicky Hauschild prófessor við umhverfis- og auðlindaverkfræðideild DTU í Kaupmannahöfn flytja erindið: From better to good enough – the need for an absolute perspective in sustainability assessment.

Verið velkomin á meðan húsrúm leyfir. Að venju verða samlokur og drykkur í boði VFÍ. 

Streymi - Algilt sjálfbærnimat.

Seinna um daginn verður vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík. 

Algilt sjálfbærnimat

Dr. Michael Zwicky Hauschild leiðir rannsóknir í megindlegu sjálfbærnimati (Quantitative Sustainability Assessment) við DTU og Miðstöð algildrar sjálfbærni (Centre for Absolute Sustainability). Hann nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf í lífsferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) og fyrir að þróa hugtakið „algilt sjálfbærnimat" (Absolute Sustainability Assessment).

Dr. Hauschild hefur skrifað fjölda ritrýndra vísindagreina, þar á meðal nýlega grein frá árinu 2025: “All engineers should be life cycle engineers with a mindset for absolute sustainability.” Hann hefur verið heiðraður fyrir framlag sitt meðal annars af Society of Environmental Toxicology and Chemistry (SETAC), einnig hlaut hann DADES Environmental Award árið 2014.


Það er óheppilegt að fundurinn skuli fara fram á degi kvennaverkfalls.
Heimsókn Dr. Hauschild var ákveðin með löngum fyrirvara, áður en tilkynnt var um fyrirhugað verkfall.


Ljósmynd: Unsplash.


  • 24.10.2025, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9 - vefútsending

Sjálfbærnisetur Háskólans í Reykjavík (Sustainability Institute and Forum, SIF) og Verkfræðingafélag Íslands standa að komu prófessors Dr. Michael Zwicky Hauschild til Íslands til að halda opið erindi og stýra vinnustofu.

Á Samlokufundi föstudaginn 24. október mun Dr. Michael Zwicky Hauschild prófessor við umhverfis- og auðlindaverkfræðideild DTU í Kaupmannahöfn flytja erindið: From better to good enough – the need for an absolute perspective in sustainability assessment.

Verið velkomin á meðan húsrúm leyfir. Að venju verða samlokur og drykkur í boði VFÍ. 

Streymi - Algilt sjálfbærnimat.

Seinna um daginn verður vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík. 

Algilt sjálfbærnimat

Dr. Michael Zwicky Hauschild leiðir rannsóknir í megindlegu sjálfbærnimati (Quantitative Sustainability Assessment) við DTU og Miðstöð algildrar sjálfbærni (Centre for Absolute Sustainability). Hann nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar fyrir brautryðjendastarf í lífsferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) og fyrir að þróa hugtakið „algilt sjálfbærnimat" (Absolute Sustainability Assessment).

Dr. Hauschild hefur skrifað fjölda ritrýndra vísindagreina, þar á meðal nýlega grein frá árinu 2025: “All engineers should be life cycle engineers with a mindset for absolute sustainability.” Hann hefur verið heiðraður fyrir framlag sitt meðal annars af Society of Environmental Toxicology and Chemistry (SETAC), einnig hlaut hann DADES Environmental Award árið 2014.


Það er óheppilegt að fundurinn skuli fara fram á degi kvennaverkfalls.
Heimsókn Dr. Hauschild var ákveðin með löngum fyrirvara, áður en tilkynnt var um fyrirhugað verkfall.


Ljósmynd: Unsplash.