Efnalöggjöfin - Tækifæri í ráðgjöf

Felast tækifæri í ráðgjöf um efnamál?

  • 17.5.2018, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9
  • efna gufa

Á Samlokufundi fimmtudaginn 17. maí mun Teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun fjalla um efnalöggjöfina og tækifæri í ráðgjöf. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12 - 13.
Að venju fá félagsmenn samlokur og drykki án endurgjalds, aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

Mikil tækifæri í ráðgjöf

Íslenski markaðurinn fyrir efnavörur er agnarsmár í alþjóðlegu tilliti og fyrirtæki á honum geta átt erfitt með að hafa yfirsýn yfir þær margvíslegu reglur sem gilda um markaðssetningu á efnum og efnablöndum. Umhverfisstofnun gegnir lykilhlutverki í innleiðingu á efnalöggjöf ESB hér á landi og það er trú stofnunarinnar að mikil tækifæri felist í ráðgjöf við fyrirtæki sem starfa á þessum markaði.

Miklar breytingar hafa orðið á efnalöggjöfinni á undanförnum árum og kröfur vegna markaðssetningar á efnavörum eru sífellt að aukast, sem leitt hefur til þess að eftirspurn eftir ráðgjöf um efnamál hefur farið vaxandi.

Hér að neðan eru taldir upp helstu málaflokkar innan efnamála og verkefni innan þeirra sem kalla á ráðgjöf:

  • Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH): Skráning, innflutningur, framleiðsla, eftirnotendur og birgjar, öryggisblöð.
  • Merkingar hættulegra efna (CLP): Flokkun og merking, öryggislok, áþreifanleg viðvörun, tilkynningar til eitrunarmiðstöðva, skyldur birgja.
  • Snyrtivörur: Framleiðsla og markaðssetning (snyrtivöruvefgátt ESB, vörupplýsingaskjal, öryggismat), merkingar, innihaldsefni og takmarkanir.
  • Þvotta- og hreinsiefni: Merkingar, upplýsingar framleiðanda, innhaldsefni og takmarkanir.
  • Sæfivörur: Markaðsleyfi, merkingar, markaðssetning og notkun.
  • Flúoraðir kælimiðlar: Innflutningur, takmarkanir á notkun, aðrir valkostir.
  • Plöntuverndarvörur: Markaðsleyfi, merkingar, markaðssetning og notkun.

    Sérfræðingar Umhverfisstofnunar fara yfir helstu tækifærin sem hér bjóðast fyrir fyrirtæki sem geta tekið að sér þessa þjónustu eða hyggjast hasla sér völl í ráðgjöf á þessu sviði.


  • 17.5.2018, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9

Á Samlokufundi fimmtudaginn 17. maí mun Teymi efnamála hjá Umhverfisstofnun fjalla um efnalöggjöfina og tækifæri í ráðgjöf. Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12 - 13.
Að venju fá félagsmenn samlokur og drykki án endurgjalds, aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

Mikil tækifæri í ráðgjöf

Íslenski markaðurinn fyrir efnavörur er agnarsmár í alþjóðlegu tilliti og fyrirtæki á honum geta átt erfitt með að hafa yfirsýn yfir þær margvíslegu reglur sem gilda um markaðssetningu á efnum og efnablöndum. Umhverfisstofnun gegnir lykilhlutverki í innleiðingu á efnalöggjöf ESB hér á landi og það er trú stofnunarinnar að mikil tækifæri felist í ráðgjöf við fyrirtæki sem starfa á þessum markaði.

Miklar breytingar hafa orðið á efnalöggjöfinni á undanförnum árum og kröfur vegna markaðssetningar á efnavörum eru sífellt að aukast, sem leitt hefur til þess að eftirspurn eftir ráðgjöf um efnamál hefur farið vaxandi.

Hér að neðan eru taldir upp helstu málaflokkar innan efnamála og verkefni innan þeirra sem kalla á ráðgjöf:

  • Skráning, mat, leyfisveiting og takmarkanir að því er varðar efni (REACH): Skráning, innflutningur, framleiðsla, eftirnotendur og birgjar, öryggisblöð.
  • Merkingar hættulegra efna (CLP): Flokkun og merking, öryggislok, áþreifanleg viðvörun, tilkynningar til eitrunarmiðstöðva, skyldur birgja.
  • Snyrtivörur: Framleiðsla og markaðssetning (snyrtivöruvefgátt ESB, vörupplýsingaskjal, öryggismat), merkingar, innihaldsefni og takmarkanir.
  • Þvotta- og hreinsiefni: Merkingar, upplýsingar framleiðanda, innhaldsefni og takmarkanir.
  • Sæfivörur: Markaðsleyfi, merkingar, markaðssetning og notkun.
  • Flúoraðir kælimiðlar: Innflutningur, takmarkanir á notkun, aðrir valkostir.
  • Plöntuverndarvörur: Markaðsleyfi, merkingar, markaðssetning og notkun.

    Sérfræðingar Umhverfisstofnunar fara yfir helstu tækifærin sem hér bjóðast fyrir fyrirtæki sem geta tekið að sér þessa þjónustu eða hyggjast hasla sér völl í ráðgjöf á þessu sviði.