Samlokufundur hjá Drift EA - Akureyri
Miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar.
Samlokufundur Norðurlandsdeildar VFÍ verður fimmtudaginn 13. febrúar kl. 12-13 hjá Drift EA í gamla Landsbankahúsinu.
Sesselja Reynisdóttir tekur á móti hópnum, sýnir aðstöðuna og segir frá starfsemi Drift EA miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar.
Samlokur og drykkir verða í boði fyrir félagsfólk VFÍ.