Samlokufundur: Pappírslaus verkstaður

  • 16.11.2017, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9
  • bygging

 

Á Samlokufundi fimmtudaginn 16. nóvember verður fjallað um pappírslausan verkstað. Jónas Halldórsson byggingarverkfræðingur og framkvæmdastjóri JTVerks mun segja frá reynslu fyrirtækisins af innleiðingu og notkun á rafrænu, miðlægu verkefnastjórnunartóli, Procore forritinu. Einnig mun Catherine Agonis frá Procore kynna forritið og möguleika tengdum því. 

Markmiðið með  notkun Procore er að nýta bestu tækni og aðferðir við stjórnun byggingarframkvæmda. Procore stuðlar að lágmarks pappírsnotkun, eykur hagræði og bætir stjórnun verkefna. Kerfið heldur utan um allt verkefnið á einum stað. Má þar nefna teikningar, verklýsingar, úttektarskýrslur, myndir, dagskýrslur, orðsendingar, samskipti o.fl.  

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12-13.

Félagsmenn VFÍ fá samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

JTVerk

Procore

 Ath. Vegna framkvæmda við Engjateig bendum við á bílastæði á Blómavalsreitnum. Göngustígur er frá stæðinu að Verkfræðingahúsi. 


  • 16.11.2017, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9

 

Á Samlokufundi fimmtudaginn 16. nóvember verður fjallað um pappírslausan verkstað. Jónas Halldórsson byggingarverkfræðingur og framkvæmdastjóri JTVerks mun segja frá reynslu fyrirtækisins af innleiðingu og notkun á rafrænu, miðlægu verkefnastjórnunartóli, Procore forritinu. Einnig mun Catherine Agonis frá Procore kynna forritið og möguleika tengdum því. 

Markmiðið með  notkun Procore er að nýta bestu tækni og aðferðir við stjórnun byggingarframkvæmda. Procore stuðlar að lágmarks pappírsnotkun, eykur hagræði og bætir stjórnun verkefna. Kerfið heldur utan um allt verkefnið á einum stað. Má þar nefna teikningar, verklýsingar, úttektarskýrslur, myndir, dagskýrslur, orðsendingar, samskipti o.fl.  

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12-13.

Félagsmenn VFÍ fá samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

JTVerk

Procore

 Ath. Vegna framkvæmda við Engjateig bendum við á bílastæði á Blómavalsreitnum. Göngustígur er frá stæðinu að Verkfræðingahúsi.