Samlokufundur - raforkuflutningskerfið

  • 19.10.2017, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9
  • Nýtt tengivirki við Kröflu

Á Samlokufundi fimmtudaginn 19. október mun Gnýr Guðmundsson verkefnastjóri áætlana á Þróunar- og tæknisviði Landsnets fjalla um flutningskerfi raforku á Íslandi, stöðuna í dag og sviðsmyndir fyrir þróun kerfisins. 

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12-13. Útsending frá fundinum.

Samkvæmt skýrslu Félags ráðgjafarverkfræðinga og Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi þarf að ráðast í töluverða endurnýjun og uppbyggingu á íslenska raforkuflutningskerfinu ef viðhalda á ásættanlegu raforkuöryggi til framtíðar.
Samkvæmt skýrslunni er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningum og dreifingu 70 milljarðar króna. 

Félagsmenn VFÍ fá samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

 Ath. Vegna framkvæmda við Engjateig bendum við á bílastæði á Blómavalsreitnum. Göngustígur er frá stæðinu að Verkfræðingahúsi.

Ljósmynd: Nýtt tengivirki við Kröflu.


  • 19.10.2017, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9

Á Samlokufundi fimmtudaginn 19. október mun Gnýr Guðmundsson verkefnastjóri áætlana á Þróunar- og tæknisviði Landsnets fjalla um flutningskerfi raforku á Íslandi, stöðuna í dag og sviðsmyndir fyrir þróun kerfisins. 

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12-13. Útsending frá fundinum.

Samkvæmt skýrslu Félags ráðgjafarverkfræðinga og Samtaka iðnaðarins um innviði á Íslandi þarf að ráðast í töluverða endurnýjun og uppbyggingu á íslenska raforkuflutningskerfinu ef viðhalda á ásættanlegu raforkuöryggi til framtíðar.
Samkvæmt skýrslunni er uppsöfnuð viðhaldsþörf í raforkuflutningum og dreifingu 70 milljarðar króna. 

Félagsmenn VFÍ fá samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

 Ath. Vegna framkvæmda við Engjateig bendum við á bílastæði á Blómavalsreitnum. Göngustígur er frá stæðinu að Verkfræðingahúsi.

Ljósmynd: Nýtt tengivirki við Kröflu.