Samlokufundur: Þeistareykjavirkjun

Ný virkjun Landsvirkjunar.

  • 30.11.2017, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9
  • Þeistareykir

Á Samlokufundi fimmtudaginn 30. nóvember mun Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Þeistareykjavirkjun segja frá framkvæmdinni. 

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12-13.

Þeistareykjavirkjun er 90 MW gufuaflsvirkjun sem byggð er í tveimur 45 MW áföngum. Formleg gangsetning fyrri áfangans fór fram 17. nóvember en til stendur að ræsa þann síðari vorið 2018.

Framkvæmdir hófust í apríl 2015 og kom fjöldi verktaka og vélbúnaðarframleiðanda þar að. Helsta má þar nefna LNS Saga (nú Munck) sem var aðalverktaki við reisingu stöðvarhúss og lagningu gufuveitu og Fuji sem útvegaði túrbínur virkjunarinnar og kæliturna.

Frétt á vef Landsvirkjunar um gangsetningu fyrri áfanga.

Félagsmenn VFÍ fá samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

 Ath. Vegna framkvæmda við Engjateig bendum við á bílastæði á Blómavalsreitnum. Göngustígur er frá stæðinu að Verkfræðingahúsi.


  • 30.11.2017, 12:00 - 13:00, Engjateigur 9

Á Samlokufundi fimmtudaginn 30. nóvember mun Valur Knútsson, yfirverkefnisstjóri Landsvirkjunar við Þeistareykjavirkjun segja frá framkvæmdinni. 

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9, kl. 12-13.

Þeistareykjavirkjun er 90 MW gufuaflsvirkjun sem byggð er í tveimur 45 MW áföngum. Formleg gangsetning fyrri áfangans fór fram 17. nóvember en til stendur að ræsa þann síðari vorið 2018.

Framkvæmdir hófust í apríl 2015 og kom fjöldi verktaka og vélbúnaðarframleiðanda þar að. Helsta má þar nefna LNS Saga (nú Munck) sem var aðalverktaki við reisingu stöðvarhúss og lagningu gufuveitu og Fuji sem útvegaði túrbínur virkjunarinnar og kæliturna.

Frétt á vef Landsvirkjunar um gangsetningu fyrri áfanga.

Félagsmenn VFÍ fá samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir.

 Ath. Vegna framkvæmda við Engjateig bendum við á bílastæði á Blómavalsreitnum. Göngustígur er frá stæðinu að Verkfræðingahúsi.